Endurreisnarstíflan Eþíópíu ræst – Stærst Afríku 6500 MW

Grein/Linkur:  Eþíópíumenn vígja umdeilda vatnsaflsvirkjun í Bláu Níl

Höfundur: Markús Þ Þórhallsson

Heimild:

.

Grand Ethiopian Renaissance Dam – Mynd Al Jazeera (Youtube)

.

Febrúar 2022

Eþíópíumenn vígja umdeilda vatnsaflsvirkjun í Bláu Níl

Gríðarmikil vatnaflsvirkjun Eþíópíumanna í Bláu Níl var vígð við hátíðlega athöfn í gær, sunnudag. Kveikt var á einum hverfli af þrettán og þar með hófst framleiðsla rafmagns en nokkur styr hefur staðið um byggingu stíflunnar.

Abiy Ahmed forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina og sagði mikilvægasta hlutverk stjórnvalda í Eþíópíu vera að tryggja rafmagn til handa þeim aragrúa landsmanna sem lifði í myrkrinu.

Hann nefndi sérstaklega vernda þyrfti þær mæður landsins sem aldrei hefðu svo mikið sem séð ljósaperu og neyddust til að burðast um langan veg með eldivið á bakinu.

Sömuleiðis hvatti Ahmed nágrannaríkin Súdan og Egyptaland að fagna sameiginlegum ávinningi af stíflunni í stað þess að eyða tíma, peningum og orku í tilraunir til að stöðva verkefnið.

Hann sagði Eþíópu hafa gengið gegnum mikla erfiðleika og átök við að gera virkjunina að veruleika. Nú sjái loksins fyrir endann á verkinu eftir tafir vegna deilna um byggingu stíflunnar.

Kifle Horo, verkefnastjóri við byggingu virkjunarinnar sagði að þótt langt væri komið væri enn langt í land. Hann kvaðst búast við að framkvæmdum lyki innan þriggja ára.

Samningaviðræður hafa staðið milli ríkjanna við Bláu Níl en Egyptar og Súdanir óttast vatnsskort af völdum virkjunarinnar sem geti haft mikil og afgerandi áhrif á lífsviðurværi landsmanna.

Ahmed forsætisráðherra sagði sömuleiðis í ávarpi sínu að héðan í frá stöðvaði ekkert framþróun Eþíópíu. Þarlend stjórnvöld hafa ótrauð haldið byggingunni áfram og tvisvar fyllt uppistöðulónið við virkjunina.

Fullgerð verður virkjunin í Bláu Níl sú voldugasta í Afríku en framleiðslugeta hennar er um það bil 6.500 megawött. Áin Níl, sú lengsta í veröldinni, er tvær ár sem sameinast.

Þær eru Bláa Níl sem á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og Hvíta Níl en árnar sameinast skammt frá Kartúm, höfuðborg Súdan.

.

Mynd – google.com maps

.

Mynd – google.com maps

Fleira áhugavert: