Ölfusá – Vatnsmesta á Íslands, 25Km 400 m3/s
Grein/Linkur: Hver er vatnsmesta á Íslands?
Höfundur: Emíla Dagný Sveinbjörnsdóttir
.
.
Mars 2004
Hver er vatnsmesta á Íslands?
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á rennsli vatnsfalla víðs vegar um landið. Þar kemur fram að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) á 44 ára tímabili.
Næst vatnsmesta á landsins er Þjórsá en samkvæmt sömu heimild er meðalrennsli hennar við Urriðafoss 363 m3/s.
Ölfusá byrjar við ármót Hvítár og Sogsins og er leið hennar til sjávar aðeins 25 km. Við Selfoss er árfarvegurinn um 25 metra breiður og 9 metrar á dýpt en þegar neðar kemur breiðir áin úr sér og er ósasvæði hennar um 5 km á breidd.
Ölfusá var fyrst brúuð við Selfoss árið 1891 og var brúin á þeim tíma mesta mannvirki sinnar tegundar hér á landi. Sú brú féll niður undan tveimur vörubílum árið 1944 en var endurbyggð á sama stað. Árið 1988 var Ölfusárós brúaður og er það fjórða lengsta brú á Íslandi, 360 metra löng.
.
Heimildir og mynd:
- Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1984. Landið þitt Ísland. Reykjavík, Örn og Örlygur.
- Orkustofnun
- Vegagerðin