Orkuafhending stórnotenda skert – Orku­kaupum raf­mynta­graft­ar hafnað

Grein/Linkur:  Landsvirkjun skerðir til stórnotenda

Höfundur: Mbl

Heimild:

.

Á 10 dögum rann því framhjá orka, sem samsvarar heilsárnotkun allra bræðslna á landinu, þegar vertíð er góð. mbl.is/Ómar Óskarsson

.

Desember 2021

Landsvirkjun skerðir til stórnotenda

Land­virkj­un hef­ur ákveðið að skerða af­hend­ingu raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja strax, en ekki í janú­ar eins og áður var ætl­un­in.

Skerðing­in nær ekki bara til fiski­mjöls­verk­smiðja held­ur einnig til þeirra stór­not­enda sem eru með skerðan­lega skamm­tíma­samn­inga, t.d. gagna­ver og ál­ver. Lands­virkj­un hef­ur einnig hafnað öll­um ósk­um nýrra viðskipta­vina um orku­kaup vegna raf­mynta­graft­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Ástæður fyr­ir flýt­ingu skerðing­ar­inn­ar eru þó nokkr­ar en Lands­virkj­un minn­ist á það í til­kynn­ingu sinni að raf­orku­vinnsla frá öðrum fram­leiðanda sem átti að koma inn í vik­unni  komi nú ekki fyrr en í lok næstu viku. Þá hef­ur Krók­slón hef­ur lækkað mikið auk þess sem bil­un kom upp í vél í Búr­felli og fyr­ir­séð að hún kom­ist ekki í lag fyrr en í vor.

Flutn­ings­get­an full­nýtt

Einnig seg­ir í til­kynn­ing­unni að geta raf­flutn­ings­kerf­is­ins sé full­nýtt og að það ráði ekki við alla þá orku sem væri hægt að flytja milli lands­hluta. Tekið er sem dæmi að í sum­ar þegar Hálslón fyllt­ist að þrem­ur dög­um eft­ir það nam afl yf­ir­falls­ins um 2000 MW.

„Á 10 dög­um rann því fram­hjá orka, sem sam­svar­ar heils­ár­notk­un allra bræðslna á land­inu, þegar vertíð er góð. Með sterk­ara flutn­ings­kerfi hefði mátt nýta stór­an hluta þeirr­ar orku sem rann fram hjá. Áætla má að tak­mark­an­ir í flutn­ings­kerf­inu dragi úr vinnslu­getu kerf­is­ins sem nem­ur allt að 500 GWh.“

Fleira áhugavert: