Datteln 4 kolaorkuver – Gangsett 2020

Grein/Linkur:  Stærsta kolaorkuver Þjóðverja verður gangsett næsta sumar

Höfundur: Hörður Kristjánsson Bændaablaðinu

Heimild: 

.

Þýsk yfirvöld gáfu þann 30. október grænt ljós á að ljúka byggingu Datteln 4 kolaorkuversins sem er í eigu stórfyrirtækisins Uniper Kraftwerke GmbH

.

Janúar 2020

Stærsta kolaorkuver Þjóðverja verður gangsett næsta sumar

Samkvæmt fréttum frá Reuters, Frankfurter Allgemeine Zeitung og Tagesspiegel gáfu þýsk yfirvöld þann 30. október grænt ljós á að ljúka byggingu Datteln 4 kolaorkuversins sem er í eigu stórfyrirtækisins Uniper Kraftwerke GmbH og verður það tengt við raforkukerfi Þýskalands.
Þetta er þvert á fullyrðingar um sérlega göfug markmið meðal aðildarþjóða Evrópusambandsins um að draga úr brennslu kola til raforkuframleiðslu. Þessum mark­miðum ESB hefur einmitt verið kröftuglega flaggað af sumum stjórnmála­öflum, m.a. á Íslandi, sem telja markmið ESB í loftslagsmálum  sérlega áhugaverð til eftirbreytni fyrir Íslendinga.
Áður höfðu þýsk yfirvöld gefið út að þau „íhuguðu“ að loka kolaorkuverum með nærri 5 gígawatta raforkuframleiðslu. Þá var jafnframt rætt um að raforkan frá Datteln 4 verinu færi ekki inn á raforkudreifikerfið. Heimild þýskra yfirvalda um að ljúka byggingu þessa orkuvers ómerkir því fyrri vangaveltur og yfirlýsingar, en Þjóðverjar framleiða nú um 40% af sinni raforku með kolum. Skapar sú starfsemi þúsundir starfa í kolaiðnaði sem yfirvöld geta trauðlega horft framhjá, þrátt fyrir orðskrúð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
.
Í eigu fjölþjóðlegs fyrirtækis
Fyrirtækið Uniper Kraftwerke GmbH, sem er eigandi Datteln 4 kolaorkuversins, er fjölþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í yfir 40 löndum, m.a. í gengum fyrirtæki sitt Unipro í Rússlandi. Uniper, sem er með höfuðstöðvar í Düsseldorf í Þýskalandi, er skráð á hlutabréfamarkaði í Frankfurt, en stærsti hluthafinn er finnska orkufyrirtækið Fortum sem á þar 49,99% hlut.
.
Verður stærsta kolaorkuver Þýskalands
Áætlað er að Datteln 4 kolaorkuverið sem Uniper er að reisa í Þýskalandi muni kosta um 1,5 milljarða evra. Þetta á að vera mjög fullkomið kolaorkuver með tiltölulega hreinan bruna. Raforkuframleiðslugeta versins verður um 1.052 megawött og verður þar með stærsta kola­orku­ver Þýskalands. Auk þess munu 380 MW falla til sem hitaorka til húshitunar. Áætlað er að hægt verði að breyta 413 MW af orkunni í 16,7 Hertz (rið) sem deilt yrði um 110 kílóvolta streng til að knýja rafknúnar járnbrautalestar Deutsche Bahn sem annars ganga á 15 kílóvoltum.
Bygging versins hefur staðið yfir síðan 2007 og átti það upphaf­lega að taka til starfa 2011. Nú er gert ráð fyrir að verið taki til starfa um mitt ár 2020. Er grænt ljós á byggingu versins þvert á yfirlýsingar þýskra stjórnvalda um að hætta framleiðslu raforku með brennslu kola fyrir árið 2038. Enda hafa fjölmiðlar sagt þetta dæmi um hroka og hræsni stjórnvalda í loftslagsmálum.
.

Endurbyggða Moorburg kolaorkuverið í Hamborg

.
Endurbætur og uppbygging á fjölda kolaorkuvera
Ný kolaorkuver og endurbætt losa vissulega mun minna af mengandi efnum en eldri kolaorkuver. Í þeim er eigi að síður brennt kolum sem losa mjög mikið af CO2. Auk byggingar Datteln 4 kolaorkuversins má nefna 750 megawatta Trianel kolaorkuver í Lünen í Norður Rhine-Westphali sem tekið var í gagnið 2013.
Einnig má nefna endurbyggða Moorburg orkuverið í Hamborg sem lokið var við 2015 og skilar 8,7 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á hverju ári.
Þá má nefna Stade orkuverið nærri Hamborg sem hannað er af DowDuPont. Einnig endurbætt Schkopau kolaorkuverið nærri bænum Halle í austanverðu Þýska­landi sem er í 58,1% eigu Uniper Kraftwerke og 41,9% eigu Saale Energie GmbH í Schkopau. Það kolaorkuver framleiðir um 5 terawattstundir (TWh) af raforku úr 4,7 milljónum tonna af kolum á ári. Þau kol eru flutt um 40 km leið með járbrautalestum frá MIBRAG Proven kolanámunni sem stóð til að loka 202

Fleira áhugavert: