Hver eru stærstu vindorkugarðar heims?
Grein/Linkur: Stærstu vindorkugarðar heims eru í Kína, en Bandaríkin og Bretland búa einnig yfir stórum vindorkugörðum
Höfundur: Viðskiptablaðið
.
.
September 201
Stærstu vindorkugarðar heims eru í Kína, en Bandaríkin og Bretland búa einnig yfir stórum vindorkugörðum
Vindorka skilar nú um 3%af heildarraforkuframleiðslu í heiminum, en heimssamtök fyrirtækja í vindorkugeiranum, GWEC, telja að hlutfallið gæti orðið um 17%-19% árið 2030. Nú þegar eru nokkrir gríðarstórir vindorkugarðar í heiminum og eru þeir stærstu í Kína, Bandaríkjunum og Bretlandi.
Vindorkuverkefnið Gansu í norðvesturhluta Kína er langstærsta einstaka vindorkuverkefni heims, en þar eru tengdir saman nokkrir stórir vindorkugarðar sem sameiginlega framleiða tæplega 8.000 MW af orku. Framkvæmdir hófust árið 2009 og alls er gert ráð fyrir því að þegar garðarnir verða fullkláraðir og búið verður að tengja þá saman að fullu muni framleiðslugetan ná 20.000 MW. Nú þegar jafnast framleiðslugetan á við framleiðslugetu kjarnorkuvers.
Vindur á sjó
Bretar eru þess heiðurs aðnjótandi að eiga tvo stærstu vindorkugarðana sem staðsettir eru á sjó. London Array er garður þar sem 175 myllur eru með framleiðslugetu upp á 630 MW. Garðurinn er 20 kílómetra undan strönd Kent-skíris í Bretlandi. London Array er ekki aðeins stærsti vindmyllugarður heims á sjó, heldur einnig stærsti vindmyllugarður Evrópu.