Skógarböð Akureyri, 700 M.kr. – Vaðlaheiðagöng 61l/s 49,7°C

Grein/Linkur:  Sjóðheit Skógarböð í byggingu við Akureyri
Höfundur: N4

Heimild:

.

.

Júní 2021
Sjóðheit Skógarböð í byggingu við Akureyri

Hjónin Sía og Finnur eru aðaleigendur Skógarbaðanna. Hér eru þau á verkstað en framkvæmdir við böðin ganga mjög vel og stefnt er að opnun í febrúar á næsta ári.

Sjóðheit Skógarböð í byggingu við Akureyri

Skógarböðin er heitið á nýjum baðstað sem nú er í byggingu steinsnar frá Akureyri. Það er félagið Skógarböð sem stendur að verkefninu en stærstu eigendurnir eru hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer. Áætlað er að Skógarböðin opni þann 11. febrúar 2022.

Framkvæmdir við Skógarböðin hófust í október á síðasta ári. Byrja þurfti á því að fella töluvert af trjám og sprengja úr berginu til þess að gera byggingarsvæðið klárt en allar framkvæmdir hafa fram að þessu gengið eins og í sögu og verkið er á áætlun. Byggingartíminn er ekki langur miðað við hversu stórt baðsvæðið og byggingarnar eru. Laugarsvæðið er 500 fm að stærð og samanstendur af tveimur laugum. Þá verður einnig þurrsána og kaldur pottur á svæðinu. Húsakosturinn við böðin eru um 730 fm að stærð og mun hann hýsa búningsklefaa, veitingasal og afgreiðslu en alls geta 200 gestir verið í böðunum í einu.

.

gufa úr laug (4) (1) (1).png

Basalt arkitektar sáu um hönnun Skógarbaðanna

.

Mikið logn í skóginum

Staðsetning Skógarbaðanna er skemmtileg að því leyti að þau eru inn í skógi sem gefur mikið logn. Sigríður segir að staðsetningin sé klárlega sérstaða baðanna. „Ísland er ekki þekkt fyrir mikla skóga en hér erum við í miðjum skógi með þetta rosalega flotta útsýni inn og út Eyjafjörðinn og beint yfir Akureyri.” Aðspurð að því hvort Skógarböðin verði lúxus staður svarar Sigríður því til að þau miði sig við aðra baðstaði sem hafa verið að rísa að undanförnu. Segir hún að staðurinn verði frekar í lúxus kantinum og þannig geti gestir keypt veitingar ofan í laugina. „Ég held þetta verði svona staður sem fólk getur farið á og notið og gert vel við sig.”

Screen Shot 2021-07-14 at 17.53.51.png

Huggulegt innisvæði með arineldi. Kostinaðaráætlun verkefnisins er í kringum 700 milljónir

.

Skógarböðin. Starfsemin mun nýta allt það tæra heita vatn sem rennur úr Vaðlaheiðargöngum en það er um 61 sekúndulítri af 49,7° heitu vatni. Til þessa hefur það runnið óhindrað til sjávar. Tölvuteikning/Basalt Arkitektar  –  Mynd mbl.is 1.05.2021

Fleira áhugavert: