Suffolk Kjarnorkuverið 3.340 MW – Meiri hátt­ar óhöpp, um­tals­verð áhrif á Ísland

Grein/Linkur:  Ólíklegt að áhrifa gæti hér

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Ágúst 2020

Ólíklegt að áhrifa gæti hér

Þótt mögu­leiki sé á um­hverf­is­slysi vegna bygg­ing­ar og starf­rækslu stórs kjarn­orku­vers á strönd­inni í Su­ffolk á Englandi tel­ur Skipu­lags­stofn­un ólík­legt að áhrifa frá slíku þriðjukyn­slóðar­kjarn­orku­veri, í rúm­lega 1.600 kíló­metra fjar­lægð, gæti á Íslandi.

Stjórn­völd fengu til­kynn­ingu frá bresk­um stjórn­völd­um um áform um bygg­ingu 3.340 MW kjarn­orku­vers á aust­ur­strönd Eng­lands og var boðið að senda inn at­huga­semd­ir vegna um­hverf­is­mats­ferl­is.

Niðurstaða Skipu­lags­stofn­un­ar hér var að fram­kvæmd­in hefði ekki um­tals­verð um­hverf­isáhrif hér á landi. Þó var vak­in at­hygli á því að meiri hátt­ar óhöpp og ham­far­ir gætu haft um­tals­verð áhrif á haf­inu í kring­um Ísland, meðal ann­ars á stofna mak­ríls og vorgots­s­íld­ar.

Rifjuð voru upp áhrif óhappa í end­ur­vinnslu­stöðvun­um í Sellafield í Skotlandi og La Hague í Frakklandi en þau leiddu til geisla­virkni í norður­höf­um sem talið er að gæta muni á hafsvæðum Íslands eft­ir fá­ein ár. Lagt var til að fjallað verði um slík óhöpp í um­sókn­ar­ferl­inu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu.

Sizewell orkuverið í Suffolk. mbl.is

Fleira áhugavert: