Vindorka – Framleiðslugeta Evrópulanda
Grein/Linkur: Mæta orkuþörf heimsins með vindorku
Höfundur: Morgunblaðið
.
.
Ágúst 2019
Mæta orkuþörf heimsins með vindorku
Sex vísindamenn og fjórir sérfræðingar á sviði orkumála hafa komist að þeirri niðurstöðu að í Evrópu er pláss fyrir 11,6 milljónir vindmylla sem gætu framleitt 139 þúsund teravött stundir á ári, eða 497 exajoule, sem myndi mæta allri áætlaðri orkuþörf jarðar árið 2050 sem talin er verða 430 exajoule.
Þetta kemur fram í vísindagrein sem birt hefur verið á vef Science direct og í tímaritinu Energy Policy. Tilgangur greinarinnar er ekki að leggja til að þessum fjölda vindmylla verður komið fyrir í Evrópu, heldur að kortleggja mögulega framleiðslugetu vindorku, einkum á landi.
Greinin er rituð með hliðsjón af markmiði Evrópusambandsins um að koma fyrir 100 þúsund vindmyllum fyrir árið 2050. Þar með myndi þurfa að reisa meira en hundraðfalt fleiri til þess að mæta orkuþörf heimsins.
Ísland með nægilegt rými
Fram kemur í greininni að Ísland hafi háa framleiðslugetu ef litið er til óbyggðra ferkílómetra og ekki síst vegna veðurfars. Hins vegar er ekki talið að mikil uppbygging vindorku á Íslandi muni nýtast til þess að ná markmiði um aukna framleiðslu endurnýjanlegrar orku vegna fámennis.
Telja vísindamennirnir hagkvæmast að koma fyrir fleiri vindmyllum í Vestur-Evrópu þar sem er meiri vindhraði á flatlendi. Hins vegar voru tilfelli eins og í Noregi, Sviss, Austurríki, norðurhluti Spánar og suður- og suðurausturhluti Frakklands þar sem gæti verið hagstætt að koma fyrir vindmyllum í fjalllendi.