Vindorka – Fram­leiðslu­geta Evrópulanda

Grein/Linkur:   Mæta orkuþörf heims­ins með vindorku

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Fram­leiðslu­geta vindorku á hvern fer­kíló­meter í Evr­ópu. Kort/​Energy Policy

.

Ágúst 2019

Mæta orkuþörf heims­ins með vindorku

Sex vís­inda­menn og fjór­ir sér­fræðing­ar á sviði orku­mála hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að í Evr­ópu er pláss fyr­ir 11,6 millj­ón­ir vind­mylla sem gætu fram­leitt 139 þúsund tera­vött stund­ir á ári, eða 497 exajoule, sem myndi mæta allri áætlaðri orkuþörf jarðar árið 2050 sem tal­in er verða 430 exajoule.

Þetta kem­ur fram í vís­inda­grein sem birt hef­ur verið á vef Science direct og í tíma­rit­inu Energy Policy. Til­gang­ur grein­ar­inn­ar er ekki að leggja til að þess­um fjölda vind­mylla verður komið fyr­ir í Evr­ópu, held­ur að kort­leggja mögu­lega fram­leiðslu­getu vindorku, einkum á landi.

Grein­in er rituð með hliðsjón af mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins um að koma fyr­ir 100 þúsund vind­myll­um fyr­ir árið 2050. Þar með myndi þurfa að reisa meira en hundraðfalt fleiri til þess að mæta orkuþörf heims­ins.

Ísland með nægi­legt rými

Fram kem­ur í grein­inni að Ísland hafi háa fram­leiðslu­getu ef litið er til óbyggðra fer­kíló­metra og ekki síst vegna veðurfars. Hins veg­ar er ekki talið að mik­il upp­bygg­ing vindorku á Íslandi muni nýt­ast til þess að ná mark­miði um aukna fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku vegna fá­menn­is.

Telja vís­inda­menn­irn­ir hag­kvæm­ast að koma fyr­ir fleiri vind­myll­um í Vest­ur-Evr­ópu þar sem er meiri vind­hraði á flat­lendi. Hins veg­ar voru til­felli eins og í Nor­egi, Sviss, Aust­ur­ríki, norður­hluti Spán­ar og suður- og suðuraust­ur­hluti Frakk­lands þar sem gæti verið hag­stætt að koma fyr­ir vind­myll­um í fjall­lendi.

Fleira áhugavert: