Vatnsgjald verður þjónustugjald – Óljós álagning

Grein/Linkur:  Vatnsgjald verði þjónustugjald

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:

.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú gefið út leiðbeiningar vegna ákvörðunar vatnsgjalds. mbl.is/Heiddi

.

Maí 2021

Vatnsgjald verði þjónustugjald

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið hef­ur nú gefið út leiðbein­ing­ar vegna ákvörðunar um vatns­gjald en gjaldið skal skráð sem þjón­ustu­gjald.

Yf­ir­ferð ráðuneyt­is­ins árið 2019 á gjald­skrám vatns­veitna sveit­ar­fé­lag­anna leiddi í ljós að ekki væri nægi­lega ljóst á hvaða kostnaðarliðum sveit­ar­fé­lög og vatns­veit­ur í þeirra eigu byggðu ákv­arðanir sín­ar um álagn­ingu vatns­gjalds. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands.

Ekki heim­ilt að reikna út arð úr rekstri vatns­veitna

Með bréfi til allra sveit­ar­fé­laga í lok árs 2019 fór ráðuneytið fram á að gjald­skrár vatns­veitna sveit­ar­fé­laga væru yf­ir­farn­ar þannig að þær taki mið af þeim sjón­ar­miðum að vatns­gjald sé þjón­ustu­gjald og að óheim­ilt væri að ákv­arða sveit­ar­fé­lagi arð af fjár­magni sem bundið er í rekstri vatns­veitu.

Ráðuneytið hef­ur óskað eft­ir því við öll sveit­ar­fé­lög að gjald­skrár vatns­veitna verði yf­ir­farn­ar að nýju með hliðsjón af leiðbein­ing­um ráðuneyt­is­ins og þau upp­lýsi ráðuneytið um for­send­ur fyr­ir þeim út­reikn­ing­um sem gjald­skrár vatns­veitna um álagn­ingu vatns­gjalds eru byggðar á. Jafn­framt verði ráðuneytið upp­lýst um lang­tíma­áætlan­ir vatns­veitn­anna.

Fleira áhugavert: