Vatnsgjald verður þjónustugjald – Óljós álagning
Grein/Linkur: Vatnsgjald verði þjónustugjald
Höfundur: Morgunblaðið
.
.
Maí 2021
Vatnsgjald verði þjónustugjald
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú gefið út leiðbeiningar vegna ákvörðunar um vatnsgjald en gjaldið skal skráð sem þjónustugjald.
Yfirferð ráðuneytisins árið 2019 á gjaldskrám vatnsveitna sveitarfélaganna leiddi í ljós að ekki væri nægilega ljóst á hvaða kostnaðarliðum sveitarfélög og vatnsveitur í þeirra eigu byggðu ákvarðanir sínar um álagningu vatnsgjalds. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands.
Ekki heimilt að reikna út arð úr rekstri vatnsveitna
Með bréfi til allra sveitarfélaga í lok árs 2019 fór ráðuneytið fram á að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga væru yfirfarnar þannig að þær taki mið af þeim sjónarmiðum að vatnsgjald sé þjónustugjald og að óheimilt væri að ákvarða sveitarfélagi arð af fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitu.
Ráðuneytið hefur óskað eftir því við öll sveitarfélög að gjaldskrár vatnsveitna verði yfirfarnar að nýju með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins og þau upplýsi ráðuneytið um forsendur fyrir þeim útreikningum sem gjaldskrár vatnsveitna um álagningu vatnsgjalds eru byggðar á. Jafnframt verði ráðuneytið upplýst um langtímaáætlanir vatnsveitnanna.