Viðhald, viðgerðir – Mikill munur á

Grein/Linkur: Þjóðarlöstur

Höfundur:  Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: 

.

Mynd – everdrytoledo.com 30.08,2021

.

Maí 1994

Eflaust eru flestum í fersku minni átök og deilur um endurbyggingu Þjóðleikhússins. Aðallega var deilt um hvort nokkru mætti breyta frá upphaflegri teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara.

inna fór fyrir umræðu um hina nauðsynlegu endurbyggingu; Þjóðleikhúsbyggingunni, sem byrjað var á um 1930 og tekin í notkun 1950, hafði verið skammarlega lítið haldið við.

Allt látið grotna niður þó um væri að ræða eitt helsta menningarsetur þjóðarinnar og ein af perlum íslenskrar húsagerðarlistar.

En þetta var ekkert einsdæmi; svona hefur verið farið með flestar íslenskar byggingar hvort heldur eru í eigu einstaklinga eða þess opinbera.

Framleiðsluhugsunin

Einn ágætur norskur gestur, sem var hér til að kenna Íslendingum rekstur fyrirtækja og markaðsfærslu, sagði að Íslendingar væru eindæma framleiðsluglaðir. Þeim dytti margt í hug og hikuðu ekki við að hefja framleiðslu á öllu mögulegu.

En einu gleymdu þeir oftast; hvort hægt væri að selja vöruna, hvort einhver vildi kaupa.

Þetta má heimfæra upp á byggingagleðina. Við byggjum Þjóðleikhús, kirkjur, félagsheimili og Þjóðarbókhlöðu, já, allar mögulegar byggingar. Oft er verið að böslast með sömu bygginguna árum, jafnvel áratugum saman.

Hrörnunin hefst áður en byggingu hússins er lokið.

En hvað gleymist?

Alltaf það sama; viðhald byggingar utan sem innan. Raunar hugsa eigendur og umráðamenn sjaldnast um þetta hugtak.

Viðhald.

Allir hugsa um viðgerðir. Það hugsar enginn um rúðu í glugga fyrr en hún brotnar. Það hugar enginn um hurðaskrá fyrr en einhver stendur með lausan húninn í hendinni og kemst ekki inn. Það husar enginn um lagnir í húsi meðan vatn kemur úr krönum, hægt er að skola niður úr salerni eða hiti er í híbýlum.

Ekki fyrr en hann stendur í öklavatni einn morguninn þegar hann stígur fram úr rúminu.

Þá hefst viðgerðin.

Það er nefnilega ótrúlega mikill munur á þessum tveimur hugtökum; viðhald og viðgerð.

Hjá okkur gengur allt út á viðgerðir. Skipulagt viðhald tæpast þekkst fram til þessa dags.

Einn af okkar þjóðarlöstum.

Viðhaldið hefst strax

Jafnvel þó ekki sé miðað við íslenskan framkvæmdatíma, þegar hvert hús er í byggingu nokkur ár, má segja að skipulagt viðhald verði að byrja þann dag þegar byggingin er tekin í notkun.

Ekki hvað síst á þetta við um lagnir og tæki þeim tengd.

Við getum sagt að í lögnum séu til þrennskonar aðferðir; viðgerðir, viðhald og endurlagnir.

Með skipulögðu viðhaldi er hægt að komast hjá mörgum óvæntum uppákomum eins og þeirri að standa í öklavatni einn morguninn. Að vísu má segja að þá verðum við einnig að breyta okkar aðferðum við lagnir í upphafi; hætta að fela allar lagnir, troða þeim í veggi og gólf og múra yfir allt saman.

Það mætti halda að íslenskir arkitektar og lagnahönnuðir séu að tryggja nógu mikla vinnu fyrir sem flesta þegar óvæntar uppákomur banka á dyr. Þá verður að brjóta og bramla.

Skynsamlega lagðar lagnir í upphafi og skipulagt viðhald fækkar stórlega þeim tilfellum er við köllum viðgerðir, sem þó aldrei verður hægt að koma í veg fyrir. Það getur einnig frestað endurlögn en að henni kemur þó ætíð að lokum, ekki síst vegna þróunar í lagnatækni og nýjum og fullkomnari tækjum (vonandi).

Syndir fortíðar

Geysimikið verkefni bíður, það þarf að hefjast handa nú þegar.

Að endurleggja í allar byggingar á Íslandi sem eru eldri en 30 ára og fjölmargar sem eru mun yngri.

Er ekki alltaf verið að tala um verkefnaskort og atvinnuleysi? Vantar ekki hvata til að örva efnahagslífið og auka hagvöxtinn?

Hér er um verkefni að ræða sem er þjóðhagslega hagkvæmt.

Bjargar frá eyðileggingu miklum verðmætum, eykur notagildi þeirra bygginga sem til eru í dag.

Taka síðan upp skipulagt viðhald. Láta ekki endurbyggð hús byrja að grotna niður eða ný hús verða hrörnuninni að bráð.

Þennan vítahring verður að rjúfa.

Fleira áhugavert: