Hvaleyrarvatn – Dæla vatni í vatnið

Grein/Linkur: Dæla vatni í Hvaleyrarvatn

Höfundur: Höskuldur Daði Magnússon

Heimild:

.

Mynd – ferlir.is 26.06.2021

.

Dæla vatni í Hvaleyrarvatn

Þetta er eitt helsta úti­vist­ar­svæði okk­ar Hafn­f­irðinga. Það skipt­ir okk­ur máli að vatnið sé fal­legt en ekki eitt drullu­svað,“ seg­ir Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði.

Starfs­menn Hafn­ar­fjarðarbæj­ar unnu í gær að því að dæla vatni úr nær­liggj­andi bruna­h­ana í Hval­eyr­ar­vatn. Yf­ir­borð vatns­ins hef­ur lækkað mikið síðustu vik­ur eft­ir þurrkatíð í vor og því var tek­in ákvörðun um að bregðast við til að bæta ásýnd svæðis­ins.

„Vatnið er mjög grunnt og uppistaðan í því er grunn­vatn á svæðinu. Ef það rign­ir ekki þá lækk­ar yf­ir­borðið. Vatns­staðan sveifl­ast jafn­an til en það hef­ur sjald­an verið jafn lítið í Hval­eyr­ar­vatni og núna,“ seg­ir Rósa í Morg­un­blaðinu í dag. Hún seg­ir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem vatni hafi verið dælt út í Hval­eyr­ar­vatn en kom­in séu mörg ár síðan það var gert síðast.

Fleira áhugavert: