Zep­hyr Ice­land – Vinda­söm og björt framtíð

Grein/Linkur: Norðmenn fjárfesta í íslenskum vindi

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Kortið sýnir gróflega staðsetningu þeirra vindorkuverkefna (10 MW eða stærri) sem tilkynnt höfðu verið til Orkustofnunar í mars 2020 vegna 4ða áfanga Rammaáætlunar.

.

Maí 2019

Norðmenn fjárfesta í íslenskum vindi

Zephyr hefur verið leiðandi í nýtingu vindorku í Noregi og hefur þegar reist meira en 300 MW af vindafli þar í landi. Ljósmynd/Aðsend

Norska vindorku­fyr­ir­tækið Zep­hyr hef­ur stofnað dótt­ur­fyr­ir­tæki á Íslandi; Zep­hyr Ice­land. Mark­miðið er að reisa hér vind­myll­ur og vind­myll­ug­arða og bjóða um­hverf­i­s­væna raf­orku á hag­kvæmu og sam­keppn­is­hæfu verði.

Zep­hyr er í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyr­ir­tækja: Glitre Energi, Var­d­ar og Østfold Energi, sem eru öll í eigu norskra sveit­ar­fé­laga og fylkja.

Ketill Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Zep­hyr á Íslandi, seg­ir það sann­ar­lega tíma­bært að byrja að nýta vind­inn hér á Íslandi til raf­orku­fram­leiðslu og þannig stuðla að enn sterk­ari sam­keppn­is­hæfni Íslands.

Tug­ir millj­óna í rann­sókn­ir á vindaðstæðum

Fyr­ir­tækið hyggst á næst­unni verja tug­um millj­óna króna til rann­sókna á vindaðstæðum á Íslandi. „Það þarf að mæla vind og það er gert með því að setja upp vind­mast­ur, ein­falt mast­ur með ná­kvæm­um mæli­tækj­um sem nær nokkuð hátt upp í loft, og svo­leiðis tæki eru lát­in mæla vind­inn í að minnsta kosti eitt ár á hverj­um stað. Það er grund­vall­arþátt­ur í þessu,“ seg­ir Ketill.

Einnig þarf að fara fram mat á um­hverf­isáhrif­um. „Hver og ein staðsetn­ing kall­ar á að það sé fjár­fest fyr­ir nokkuð marga tugi millj­óna króna, áður en farið er í verk­efnið sjálft,“ seg­ir Ketill jafn­framt, en seg­ir það ekki tíma­bært að segja til hvaða staðsetn­inga hér á landi fyr­ir­tækið sé að horfa. „Við erum að skoða allt landið og erum búin að tryggja okk­ur ákveðna staði til þess að rann­saka.“

Ketill seg­ir að ýtr­ustu var­kárni verði gætt við val á staðsetn­ingu vind­myll­ug­arðanna. „Við sjá­um fyr­ir okk­ur að reyna að velja staði sem eru lík­leg­ir til að vera síður um­deild­ir, ef svo má segja.“

Morten de la Forest, stjórnarmaður í Zephyr á Íslandi, Ketill …

Morten de la For­est, stjórn­ar­maður í Zep­hyr á Íslandi, Ketill Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Zep­hyr á Íslandi, og Olav Romm­et­veit, for­stjóri norska Zep­hyr og stjórn­ar­formaður Zep­hyr á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert verk­efni um 50 MW

Zep­hyr hef­ur verið leiðandi í nýt­ingu vindorku í Nor­egi og hef­ur þegar reist meira en 300 MW af vindafli þar í landi. Sú fjár­fest­ing jafn­gild­ir meira en 35 millj­örðum ís­lenskra króna. Fyr­ir­tækið er nú að reisa þar nýj­an 200 MW vind­myll­ug­arð og verður því senn með um 500 MW af vindafli í rekstri. Það jafn­gild­ir raf­orku­notk­un um 75 þúsund norskra heim­ila.

Ketill seg­ir að verk­efnið hér á landi verði af svipuðum toga og verk­efn­in í Nor­egi. „Svo þarf að taka til­lit til þess að við erum ey­land og menn virkja ekki á Íslandi nema að það sé kaup­andi. En það er raun­hæft að segja að á meðan vindorku­verk­efni í Skandi­nav­íu eru oft um 150 MW sé raun­hæf stærð á Íslandi um það bil þriðjung­ur af því eða um 50 MW, þá má bú­ast við því að svo­leiðis verk­efni væru kannski 12 til 14 vind­myll­ur. En þetta er ekki heil­ög tala,“ seg­ir Ketill. Kostnaður við vind­myll­ug­arð af slíkri stærðargráðu er á bil­inu sjö til tíu millj­arðar, að sögn Ket­ils.

Hafa unnið með Alcoa og Google

Í til­kynn­ingu frá Zep­hyr kem­ur fram að fé­lagið búi yfir mik­illi tækni­legri þekk­ingu og víðtækri reynslu á öll­um þátt­um vindorku­verk­efna og njóti auk þess góðra viðskipta­sam­banda við ýmsa sterka fjár­festa og fyr­ir­tæki. Meðal nokk­urra helstu viðskipta­vina Zep­hyr í verk­efn­um fyr­ir­tæk­is­ins fram til þessa eru álfram­leiðand­inn Alcoa, fjár­fest­inga­fyr­ir­tækið Black Rock og tækn­iris­inn Google.

Olav Romm­et­veit, for­stjóri norska Zep­hyr og  stjórn­ar­formaður Zep­hyr á Íslandi, seg­ir í til­kynn­ingu að hann sé afar ánægður með þá ákvörðun stjórn­ar Zep­hyr að Ísland verði fyrsti markaður fyr­ir­tæk­is­ins utan Nor­egs. „Vind­ur­inn á Íslandi, ásamt sveigj­an­leik­an­um sem ís­lenska vatns­afls­kerfið býr yfir, skap­ar Íslandi óvenjugott tæki­færi til að nýta vindorku með enn þá hag­kvæm­ari hætti en í flest­um öðrum lönd­um. Sam­hliða því að ís­lensk vindorka get­ur aukið hag­sæld á Íslandi, munu verk­efni Zep­hyr Ice­land skapa nýj­ar tekj­ur fyr­ir bæði land­eig­end­ur og sveit­ar­fé­lög,“ er haft eft­ir Romm­et­veit.

Zephyr er í eigu þriggja norskra vatnsaflsfyrirtækja: Glitre Energi, Vardar …

Zep­hyr er í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyr­ir­tækja: Glitre Energi, Var­d­ar og Østfold Energi, sem eru öll í eigu norskra sveit­ar­fé­laga og fylkja. Ljós­mynd/​Aðsend

Vinda­söm og björt framtíð

Ketill er jafn­framt hlut­hafi í fyr­ir­tæk­inu en hann seg­ir að sinn hluti muni minnka eft­ir því sem verk­efnið þró­ast. „Þegar verk­efnið verður orðið að veru­leika vænti ég þess að sá hluti verði orðinn mjög lít­ill því þetta ræðst af fram­lagi. Eft­ir því sem verk­efn­inu miðar áfram er hlut­ur hvers að breyt­ast og eft­ir því sem meira er unnið í verk­efn­inu þýðir það að norska fyr­ir­tækið eyk­ur sitt hluta­fjár­fram­lag. En ég verð með sem lít­ill hlut­hafi vænt­an­lega.“

Ketill seg­ir að rétt eins og í verk­efn­um Zep­hyr í Nor­egi, muni Zep­hyr á Íslandi leggja höfuðáherslu á vandaðan und­ir­bún­ing verk­efna og góða upp­lýs­inga­miðlun, enda sé mik­il­vægt að breið sátt ríki um upp­bygg­ingu af þessu tagi. „Framtíð Íslands er vinda­söm og björt í senn,“ seg­ir Ketill, sem býst við því að verk­efnið verði að minnsta kosti fimm ár í þróun.

.

Zephyr hefur verið leiðandi í nýtingu vindorku í Noregi og …

Zephyr hefur verið leiðandi í nýtingu vindorku í Noregi og hefur þegar reist meira en 300 MW af vindafli þar í landi. Ljósmynd/Aðsend

Fleira áhugavert: