Carbfix – Co2 innflutningur, förgun

Grein/Linkur:  Ætla að flytja koltvíoxíð til landsins í tonnatali

Höfundur:  Mannvirkjastofnun

Heimild: 

.

Koltvíoxíð verður flutt til landsins á sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti

.

Maí 2021

Ætla að flytja koltvíoxíð til landsins í tonnatali

Fyr­ir­tækið Car­bfix hef­ur samið við danska skipa­fé­lagið Dan-Unity CO2 um flutn­inga á kolt­víoxíði til förg­un­ar á Íslandi. Fyrstu skip­in byrja að sigla hingað til lands árið 2025 en hvert skip mun flytja 12-24 þúsund tonn af kolt­víoxíði á vökv­a­formi. Áætlað er að hægt verði að farga allt að þrem­ur millj­ón­um tonna ár­lega í Straums­vík. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Car­bfix.

Kolt­víoxíðinu sem flutt er til lands­ins verður fargað í nýrri Coda Term­inal-mót­töku- og förg­un­ar­miðstöð Car­bfix í Straums­vík þar sem tækni Car­bfix verður beitt til að binda það í grjót.

Car­bfix er verk­efni á veg­um Orku­veitu Reykja­vík­ur sem fel­ur í sér að lækka var­an­leg­an styrk kolt­víoxíðs í and­rúms­lofti. Það hef­ur verið með starf­semi við Hell­is­heiðar­virkj­un und­an­far­in ár.

Um­hverf­i­s­vænn og ódýr kost­ur

Áætlaður kostnaður við flutn­ing og förg­un kolt­víoxíðs í Straums­vík er 30 til 65 evr­ur á hvert tonn, eða um fimm til tíu þúsund ís­lensk­ar krón­ur. Til sam­an­b­urðar kost­ar um 100 evr­ur, eða tæp­ar 16 þúsund ís­lensk­ar krón­ur, að flytja og farga hverju tonni í sam­bæri­legu verk­efni í Nor­egi. Því má ætla að eft­ir­sókn­ar­vert verði að farga kolt­víoxíði með þess­um hætti hér á landi.

Kol­efn­is­sporið sem hlýst af skipa­flutn­ing­un­um verður ein­ung­is 3-6% af því kolt­víoxíði sem fargað verður og fer svo lækk­andi með tím­an­um, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni frá Car­bfix. Dan-Unity CO2 mun flytja það til lands­ins á sér­hönnuðum skip­um sem ganga fyr­ir vist­vænu eldsneyti.

.

Fleira áhugavert: