Af hverju hrynja bygg­ingar?

Grein/Linkur:  Fimm ástæður fyrir hruni bygginga

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Hjálparstarfsmenn leita að eftirlifendum í byggingunni sem hrundi í Nairobi. AFP

.

Maí 2016

Fimm ástæður fyrir hruni bygginga

Eft­ir að bygg­ing hrundi til grunna í Ken­ía á dög­un­um þar sem að minnsta kosti 33 manns fór­ust, hafa sér­fræðing­ar velt fyr­ir sér hvers vegna slík at­vik ger­ast með reglu­legu milli­bili í Afr­íku.

Enn er meira en 80 manns saknað eft­ir að sex hæða bygg­ing­in í Nairobi, höfuðborg Afr­íku, hrundi til grunna eft­ir mikið rign­inga­veður.

Á meðan verið er að rann­saka hvað það var sem fór úr­skeiðis er ekki úr vegi að skoða nokk­ur al­geng vanda­mál við húsa­smíðar í heims­álf­unni.

1. Und­ir­stöðurn­ar eru of veik­ar

Und­ir­stöður sem eru viðun­andi geta verið kostnaðarsam­ar. Þær geta kostað allt að því helm­ing af verði heill­ar bygg­ing­ar, sam­kvæmt Ant­hony Ede, pró­fess­or í bygg­inga­verk­fræði við Co­ven­ant-há­skól­ann í Ota í Níg­er­íu en hann ræddi við frétta­vef BBC um málið

Hann seg­ir að tvennt þurfi að hafa í huga þegar grunn­ur er byggður – hversu traust­ur jarðveg­ur­inn er og hversu þung­ar bygg­ing­arn­ar eru og það sem í þeim er.

Í stærstu borg Níg­er­íu, Lagos, er þörf á sterk­um und­ir­stöðum vegna þess hve jarðveg­ur­inn er mjúk­ur, mun sterk­ari und­ir­stöðum en ef jarðveg­ur­inn væri traust­ur.

Að sögn Ede reyna bygg­inga­verk­tak­ar oft á tíðum að spara pen­ing­ana sem eiga að fara í und­ir­stöður og fyr­ir vikið hafa marg­ar bygg­ing­ar þar hrunið.

Ótraust­ar und­ir­stöður fjög­urra hæða bygg­ing­ar var ein af þrem­ur ástæðunum sem voru gefn­ar upp af rann­sak­end­um fyr­ir því að hún hrundi í norður­hluta Rú­anda árið 2013 þar sem sex manns fór­ust.

.

hrun husa

.

2. Bygg­ing­ar­efnið er ekki nógu sterkt

Víða er notað bygg­ing­ar­efni sem er ein­fald­lega ekki nógu sterkt til að halda bygg­ing­um uppi, seg­ir Hermo­gene Nsengimana frá stofn­un sem hef­ur um­sjón með bygg­inga­stöðlum í Afr­íku. Stofn­un­in hitt­ist í Nari­obi í síðasta mánuði til að ræða hvers vegna svona marg­ar afr­ísk­ar bygg­ing­ar hrynja.

Nsengimana seg­ir að markaður með ónot­hæft eða „falsað“ bygg­ing­ar­efni sé starf­rækt­ur og bæt­ir við að stund­um sé brota­járn notað í staðinn fyr­ir stál.

Þegar sex hæða bygg­ing hrundi í Kampala, höfuðborg Úganda, í apríl gáfu yf­ir­völd í skyn að ónot­hæft bygg­ing­ar­efni hafi verið notað við bygg­ingu húss­ins.

Stund­um nota bygg­inga­verk­tak­ar einnig það magn af steypu sem hent­ar fyr­ir einn­ar hæðar bygg­ingu fyr­ir fjög­urra hæða bygg­ingu.

Ekki mun vera fylgst nógu mikið með þessu af eft­ir­litsaðilum.

Nærliggjandi hús í Nairobi.

Nærliggjandi hús í Nairobi

 3. Verka­menn gera mis­tök

Jafn­vel þótt verka­menn noti réttu efn­in til að búa til steyp­una þá blanda þeir þeim stund­um vit­laust sam­an, seg­ir Ede.

Fyr­ir vikið verður steyp­an ekki nógu sterk til að halda uppi bygg­ing­unni.

Hann seg­ir að bygg­inga­verk­tak­ar reyni oft að spara með því ráða ófag­lærða verka­menn sem þarf að borga minna en fag­lærðum.

Þetta er ein af ástæðunum sem bygg­inga­verk­fræðing­arn­ir Henry Mw­anaki Al­inaitwe og Stephen Ekolu gáfu fyr­ir að bygg­ing hrundi í Úganda árið 2004. Sam­kvæmt rann­sókn þeirra mis­skildu verka­menn­irn­ir aðferðina við að búa til steyp­una. Notaðar voru hjól­bör­ur í stað ná­kvæm­ari mæli­tækja til að mæla hversu mikið sement átti að nota.

Um var að ræða glæ­nýtt hót­el sem hrundi á meðan á bygg­ingu þess stóð. Ell­efu manns dóu.

4. Þung­inn er meiri en reiknað var með

AFP

Að sögn Ede hrynja bygg­ing­ar þegar þungi þeirra er meiri en und­ir­stöðurn­ar ráða við. Hann not­ar dæmi um barn sem er beðið um að halda á þung­um kassa. „Barnið ræður ekki við þung­ann.“

Jafn­vel þótt und­ir­stöðurn­ar og bygg­ing­ar­efnið eru nægi­lega sterk miðað við það sem þær áttu upp­haf­lega að þola, get­ur notk­un bygg­ing­ar­inn­ar breyst.

Til dæm­is ef bygg­ing átti að vera heim­ili en var síðan breytt í bóka­safn með mörg­um þung­um bók­um og köss­um þá get­ur bygg­ing­in látið und­an þung­an­um.

Önnur ástæða fyr­ir því að þung­inn verður meiri en upp­haf­lega var reiknað með er að auka­hæðum er bætt við bygg­ing­una.

Í mars hrundi bygg­ing í Lagos með fleiri hæðum en hún átti upp­haf­lega að hafa.  34 mann­eskj­ur fór­ust.

Tveim­ur árum áður hrundi sam­komu­hús vegna þess að þar voru fleiri hæðir en það þoldi. Þar fór­ust meira en eitt hundrað manns.

5. Styrk­leik­inn ekki prófaður

Á meðan á bygg­ingu húsa stend­ur þarf að prófa styrk­leika þeirra, seg­ir Ede. „Þú verður að vera strang­ur hvað þetta varðar,“ sagði hann. „Sam­kvæmt lög­un­um þá verðurðu að prófa bygg­ing­arn­ar. Vanda­málið er að menn eru ekki að fram­fylgja lög­un­um.“

Hann seg­ir að þetta sé stórt vanda­mál því marg­ir vilji spara pen­inga.

Það geta verið marg­ar efn­is­leg­ar ástæður fyr­ir því að bygg­ing­ar hrynja en það er aðeins eitt stórt atriði sem veld­ur því að það ger­ist, að mati Ede. Það eru pen­ing­ar.

Að mati hans er spill­ing aðalástæðan fyr­ir því að bygg­ing­ar hrynja í Afr­íku.

AFP

Fleira áhugavert: