Norðursjávar kapalinn – NSN Link. 730 km

Grein/Linkur: Norðursjávar kapalinn

Höfundur:  Ketill Björnsson

Heimild:  

.

Mars 2015

Norðmenn og Bretar semja um sæstreng

Stutt er síðan samið var um lagningu HVDC-rafstrengs milli Noregs og Þýskalands; NordLink. Og núna, einungis rúmum mánuði síðar, berast fréttir af því að norska Statnett og breska National Grid séu búin að skrifa undir samstarfssamning sem felur í sér að fjárfest verði í kapli milli milli landanna.

HVDC-Uk-Norway_NSN-Link-map-2015

HVDC-Uk-Norway_NSN-Link-map ..SMELLA Á MYNDIR ITL AÐ STÆKKA

Nýi sæstrengurinn kallast NSN Link. Það sem er sérstaklega merkilegt við þennan háspennukapal milli Noregs og Bretlands er að þetta verður lengsti rafstrengur í heimi í sjó. Neðansjávar verður kapallinn um 730 km langur og flutningsgetan sem nemur 1.400 MW.

Þetta er stórt skref frá því sem lengsti sæstrengur af þessu tagi er í dag. Sá er NorNed-kapallinn milli Noregs og Hollands, sem er 580 km langur og 700 MW og komst í gagnið árið 2008. Það met verður slegið af NordLink milli Noregs og Þýskalands, sem verður rúmlega 700 km og 1.400 MW (sá kapall á að vera kominn í rekstur 2020). En kapallinn milli Noregs og Bretlands verður sem sagt ennþá lengri en NordLink.

Áætlað er að kostnaðurinn við kapalinn milli Noregs og Bretlands verði á bilinu 1,5-2 milljarðar EUR, sem samsvarar um 1,65-2,2 milljörðum USD (220-300 milljörðum ISK). Kapallinn verður lagður milli Kvilldal i Rogalandi í SV-Noregi og Blyth á austurströnd Englands.

HVDC-NorNed-in-ship

HVDC-NorNed-in-ship

Vegna undirbúningsvinnu að þessu verkefni hefur Evrópusambandið (ESB) veitt styrk sem sagður er nema 31 milljón EUR (um 4,6 milljarðar ISK). Slíkt framlag er bersýnilega vel til þess fallið að draga verulega úr áhættu bæði Norðmanna og Breta af því að leggja í vinnu vegna athugana og undirbúnings því að leggja kapalinn. Í slíku undirbúningsferli getur jú alltaf eitthvað komið upp, sem geri það að verkum að verkefnið reynist ekki gerlegt. Upphæðin kemur úr sérstökum sjóði ESB sem ætlað er að stuðla að eflingu innviða í Evrópu. Þetta vekur upp það álitamál hvort Ísland gæti með sama hætti fengið nokkra milljarða í stuðning við að skoða og undirbúa svona mögulega tengingu milli Íslands og Evrópu. En sá möguleiki virðist ekki vera uppi á borðinu hér, en þess í stað er boðin út undirbúningsvinna hér innanlands sem á að kosta innan við 21,6 milljónir ISK.

HVDC-UK-Norway_NSN-Link-Statnett

HVDC-UK-Norway_NSN-Link-Statnett

Markmiðið er að þessi nýi sæstrengur, milli Noregs og Bretlands verði kominn í gagnið árið 2021 (sem er örlítil seinkum frá fyrstu áætlunum). Þess má geta að Bretar eru líka nýbúnir að semja við Belga um kapal milli landanna; NemoLink. Sá sæstrengur verður um 140 km langur og 1.000 MW.

Með alla þessa nýju sæstrengi í huga (þ.m.t. NordLink) er nokkuð augljóst að bæði Bretar og Norðmenn eru áfjáðir í kapaltengingar af þessu tagi – og álíta það samrýmast sínum hagsmunum. Nú er bara að bíða og bíða og sjá hvað koma mun út úr fyrirhuguðum athugunum iðnaðarráðuneytisins íslenska á mögulegum sæstreng – þar sem m.a. á að ráðast í athugun á reynslu Norðmanna af kapaltengingum af þessu tagi við önnur lönd. Einhver sem vill veðja á að reynsla Norðmanna af kapaltengingunum sé slök eða jafnvel slæm?

Fleira áhugavert: