Íslenskar kolanámur – Surtar, leir og viðarbrandur

Grein/Linkur:  Kola­nám­ur á Íslandi komu að gagni í heims­styrj­öld­um

Höfundur: Guðni Ein­ars­son Mbl

Heimild: 

.

Maí 2021

Kola­nám­ur á Íslandi komu að gagni í heims­styrj­öld­um

Kola­nám á Íslandi er um­fjöll­un­ar­efni ný­út­kom­inn­ar bók­ar eft­ir dr. Rich­ard Po­kor­ný, yf­ir­mann um­hverf­is­fræðadeild­ar við J.E. Purkyne-há­skól­ann í Tékklandi, og fleiri. Heiti bók­ar­inn­ar á ensku er Miner­al Resources in Ice­land: Coal Min­ing og út­gef­andi er Cambridge Schol­ars Pu­blis­hing.

Þar er rak­in saga vinnslu surt­ar­brands og und­ir­teg­unda hans, viðarbrands og leir­brands, en það eru einu kol­in sem finn­ast á Íslandi, að sögn Po­kor­nýs. Að baki bók­inni er tíu ára rann­sókna­vinna sem hófst þegar hann vann við rann­sókn­ir hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands árið 2012. Í bréfi til Morg­un­blaðsins kvaðst hann hafa lesið marg­ar grein­ar í göml­um ís­lensk­um dag­blöðum á vefn­um tima­rit.is, þar á meðal úr Morg­un­blaðinu, við rann­sókn­ir á kola­nám­inu.

Kola­nám í heims­styrj­öld­um

Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir að Ísland sé þekkt sem „land elda og ísa“. Þeir sem kynn­ist land­inu vel kom­ist að því að íbú­ar þess séu full­ir eld­móðs. Þeir séu hjart­an­leg­ir, heiðarleg­ir og stolt­ir af forfeðrum sín­um. Bók­in er til­einkuð Íslend­ing­un­um sem unnu við kola­námið á Íslandi á árum heims­styrj­ald­anna á síðustu öld. Fram­lag þessa fólks hafi hjálpað þjóðinni að kom­ast af á erfiðum stríðstím­um og þegar viðskipta­bönn voru í gildi.

Höf­und­arn­ir, sem eru sér­fræðing­ar í jarðfræði og stein­gerv­inga­fræði und­ir stjórn dr. Po­kor­nýs, unnu í nær ára­tug á vett­vangi og við rann­sókn­ir að und­ir­bún­ingi og rit­un bók­ar­inn­ar. Um er að ræða fyrsta heild­stæða yf­ir­litið um sögu kola­náms á Íslandi. Einnig geym­ir bók­in viðamikla inn­gangskafla um jarðfræði lands­ins og upp­runa kola­lag­anna. Einnig er fjallað um sögu rann­sókna, aðferða við náma­vinnsl­una og kola­námu­fé­lög í bók­inni. Lýs­ing á kola­námun­um er þó kjarni bók­ar­inn­ar allt frá stór­um nám­um niður í litl­ar nám­ur sem bænd­ur nýttu sér.

Surt­ar­brand­ur – ís­lensk kol

Dr. Friðgeir Gríms­son, plöntu­stein­gerv­inga­fræðing­ur og vís­indamaður við há­skól­ann í Vín­ar­borg, er einn höf­unda bók­ar­inn­ar.

„Surt­ar­brand er helst að finna á Vest­fjörðum, á Vest­ur­landi, Norður­landi og á Aust­fjörðum þar sem berg er elst á Íslandi,“ sagði Friðgeir. Hann sagði talið að elsta berg á Íslandi, yst á Vest­fjörðum, sé um það bil 15 millj­ón ára gam­alt. Kola­leif­arn­ar séu því að há­marki 15 millj­ón ára gaml­ar.

Friðgeir sagði að ís­lensku kol­in hafi verið rann­sökuð. „Úr einu kílói af kol­um frá Íslandi færðu 15-20 megajúl af orku. Kol frá Bretlandi, Tékklandi, Þýskalandi eða Póllandi gefa 25-35 millj­ón joule af orku úr einu kílói sem sam­svar­ar 7-9 kWh. Íslensku kol­in eru ekki eins góð og kol­in frá meg­in­land­inu,“ sagði Friðgeir. Hrein­leiki kol­anna skipt­ir miklu en ís­lensku kol­in er „óhreinni“ en t.d. kol­in frá meg­in­land­inu. Hátt hlut­fall af rof­ræn­um efn­um eins og el­fjalla­gjósku og ösku í kol­un­um rýr­ir orku­gildi þeirra.

Friðgeir sagði að nú sé eng­inn grund­völl­ur fyr­ir kola­vinnslu hér. Öðru máli gegndi þegar verð á kol­um rauk upp úr öllu valdi og það lokaðist fyr­ir kola­versl­un á styrj­ald­ar­tím­um. Íslend­ing­ar fóru þá að nýta ís­lensku kol­in til að bæta úr brýnni þörf. Um leið og heims­styrj­öld­un­um lauk lagðist kola­vinnsl­an hér af vegna þess að gæði kol­anna voru lít­il og vinnsl­an dýr.

.

Íslensk kolanáma. Dr. Richard Pokorný við rannsóknarstörf í surtarbrandsnámunni á …

Íslensk kola­náma. Dr. Rich­ard Po­kor­ný við rann­sókn­ar­störf í surt­ar­brands­námunni á Gili í Bol­ung­ar­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Fleira áhugavert: