Neysluvatn, efnisval – Ekki neyta vatns úr hitaveitunni

Grein/Linkur:  Hvaða lagnaefni á að nota?

Höfundur: Grétar Leifsson

Heimild: 

.

Vatnslagnaefni

.

Desember 1998

Hvaða lagnaefni á að nota ?

Þegar hitaveita kemur í bæjarfélag sem hefur verið kynt með rafmagnsþilofnum eða olíu/rafmagnskötlum og allt neysluvatn er upphitað, er næsta víst að einhverjir þurfi alveg ný hita- og neysluvatnskerfi og aðrir þurfi að gera verulegar endurbætur á eldri kerfum. Allir þurfa að fá sér varmaskipti og tilheyrandi stjórntæki fyrir neysluvatnið, þar sem ekki er hægt að drekka vatnið úr veitunni.
.
Gretar Leifsson

Grétar Leifsson

Ofnakerfi í meðalhús kostar líklega um 400.000-­600.000 kr. og neysluvatnskerfi um 100.000­-200.000 kr., sagði Grétar Leifsson vélaverkfræðingur á fræðslufundi Lagnafélagsins í Stykkishólmi nýverið. Þetta þýðir að skoða þarf efnisval vel með tilliti til aðstæðna á hverjum stað.

Það skal tekið strax fram að öll lagnakerfi eru forgengileg. Sem viðmiðun þá endist hitakerfi í um 50­-70 ár og neysluvatnskerfi um 30­-50 ár, ef miðað er við hefðbundin stálrör sem hafa ráðið á íslenska markaðinum. Lagnakerfi má líkja við púströr á bíl. Flestir kaupa bara púströr úr venjulegu stáli sem þarf að endurnýja reglulega.

Þó eru til endingarbetri en jafnframt dýrari efni, t.d. ryðfrítt stál. Vegna þess að allt eyðist er í byggingareglugerð ákvæði um að lagnir þurfi að vera aðgengilegar til viðhalds, án þess að brjóta þurfi upp veggi. Lítum á hvaða efni er verið að nota í Evrópu (tafla 1).

Ef við tökum neysluvatnskerfi fyrst þá er kopar langvinsælastur, því næst stál og svo pex (rör-í- rör). Því miður er þessu ekki svona farið hér í Stykkishólmi þar sem mest er um galvaniseruð stálrör, líklega í um 70­80% húsanna. Það verður að segjast eins og er að galvaniseruð stálrör eru ekki heppileg þegar heita neysluvatnið er upphitað kalt vatn.

Afleiðingin verður brúnleitt vatn og þegar fram í sækir, tregt rennsli og jafnvel leki. Ef stálrör eru notuð er mikilvægt að halda hitastigi lágu, t.d. undir 55 C og setja upp búnað sem varnar tæringu, t.d. fosfatíblöndun eða vatnsbæti. Betra val er kopar, sem notaður er með góðum árangri t.d. á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Höfn, þar sem aðstæður eru svipaðar og í Stykkishólmi. Kopar hentar allstaðar vel þar sem um upphitað kalt vatn er að ræða, en misjafnlega fyrir kalt vatn. Kopar er oftast lóðaður saman. Mikilvægast er að efnagreina kalda vatnið til þess að meta tæringarhættuna. Mjög hreint og gott drykkjarvatn getur verið meira tærandi en það vatn sem í er meira af uppleystum efnum. Þróunin er í þá átt að nota efni sem ekki tærast, s.s. pex, sem er líklega eitt besta kerfið og það eina sem hægt er að leggja í gólf og veggi sem er fullkomlega útskiptanlegt. Vatnsgæði skipta hér ekki sköpum en það verður að segjast eins og er að pex-rörin henta best í nýlagnir.

Um 25 ára reynsla er af notkun pex-röra hérlendis. Ryðfrí þunnveggja stálrör eru vaxandi hluti af markaðinum, sérstaklega þar sem gerðar eru miklar kröfur enda hefur vöxtur þess verið mestur í Þýskalandi. Nokkura ára reynsla er af notkun ryðfrírra röra hérlendis, en benda má á að þessi rör henta ekki þar sem vatnið er saltblandað. Það er ljóst af töflu 2 hvers vegna galvaniserað stál og kopar eru vinsæl efni, þau eru gamalreynd og ódýr. Ryðfrítt efni er líklega um þrisvar sinnum dýrara en bæði kopar og galvaniserað. Þegar hvorttveggja ending og verð er skoðað er líklegt að kopar hafi vinninginn í Stykkishólmi.

Þegar kemur að ofnalögnum koma fleiri efni til geina. Hér mætti nota með góðum árangri stál, kopar, þunnveggja stál eða pex með súrefniskápu. Hér er frekar spurt um verð og útlit. Sumt efni þolir áætlega að standa eitt og sér, en annað kallar á lagnastokka, sem kosta um 600 kr/m. Ofnakerfi í meðalhús kostar líklega um 400­-600 þúsund og neyslvatnsukerfi um 100­-200 þúsund. Þetta þýðir að skoða þarf efnisval vel m.t.t. aðstæðna á hverjum stað en ekki má gleyma hönnun og framkvæmd, sem hefur mikil áhrif á virkni og endingu kerfisins.

KOPAR hefur verið notaður með góðum árangri t.d. á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Höfn, þar sem aðstæður eru svipaðar og í Stykkishólmi.

Fleira áhugavert: