Hver er harka vatns?
Grein/Linkur: Hver er harka vatns?
Höfundur: Veitur
.
.
Hver er harka vatns?
Harka vatns er magn af kalsíum og magnesíum í vatni og er mæld í þýskri hörkueiningu (°1dH).
Harka vatns er magn af kalsíum og magnesíum í vatni og er mæld í þýskri hörkueiningu (°1dH).
Formúlan er eftirfarandi: °1dH=(Ca(mg/l)x2,497+Mg(mg/l)x4,116)/17,9.
Skalinn er gróflega eftirfarandi:
0-4°dh = mjög mjúkt,
4-8°dh = mjúkt,
8-12°dh = aðeins hart,
12-18°dh = nokkuð hart,
18-30°dh = hart,
>30°dh = mjög hart.
Íslenskt vatn er undir 2° og því mjög mjúkt, á Reykjavíkursvæðinu er það 0,2 til 0,60 °dh eða sérstaklega mjúkt. Ekki á að þurfa nein mýkingarefni eða kalkhreinsi eða sölt í þvotta/uppvöskunarvélar á Íslandi. Mýkt vatnsins hefur þau áhrif að mun minna magn af sápu þarf til að þvo sér um hár og hendur, einnig þarf minna þvottaduft við fata og diskaþvott.