Hlutfall Orkuframleiðsla – Mars 2008

Grein/Linkur:  Orka og jarðhiti

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Orka og jarðhiti

Mars 2008

Orka og jarðhiti

Hvaða tækifæri eru í jarðhitanum? Forvitnilegt er að skoða hvert hlutfall orku frá jarðhita er af heildarorkuframleiðslu í heiminum. Í reynd er virkjun vindorku, jarðvarma og sólarorku aðeins brot af allri orkunni. Gróflega eru tölurnar eftirfarandi:

  • Heildarorkunotkunin er nú um 4.300 GW á ári.
  • Þar af kemur um 85% frá kolum, gasi og oliu (olían ein skaffar um 37-38% af allri orkunni og kol og gas hvort um sig eru um 25%).
  • Um 7-8% orkunnar kemur frá kjarnorkuverum.
  • Vatnsorka nemur u.þ.b. 3%.
  • Einungis um 2% kemur sem sólarorka, vindorka og raforka frá jarðhita.
  • Afgangurinn er orka frá lífmassa (biofuel).

Þessar hlutfallstölur eru vissulega sífellt að breytast sökum þess hversu gríðarlega hröð aukning er í nýtingu sólarorku og vindorku (myndin hér til hliðar er ekki glæný og sýnir því eilítið aðrar hlutfallstölur en segir hér að ofan). Hátt olíuverð gerir þetta samkeppnishæfa orku. Enda er nú mikill uppgangur í nýtingu á sólarorku og vindorku t.d. í Bandaríkjunum þar sem tækninni fleygir fram og kapítalisminn leitar sífellt eftir bestu fjárfestingatækifærunum. Aftur á móti er vart ofsagt að fremur lítill áhugi sé þar á að láta fjármagn í nýtingu jarðhita. Það stafar m.a. af bandarískum skattareglum, sem eru jarðhitanum fremur óhagstæðar. En það verður spennandi að sjá hvernig fer með fjárfestingu GGE í Western.

Fleira áhugavert: