OECD, afnema löggildinguna – Draga úr reglu­byrði

Grein/Linkur:   Vill af­nema lög­gild­ingu bak­ara hér á landi

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: 

.

.

OECD lönd  Mynd-Wikipedia

Nóvember 2020

Vill af­nema lög­gild­ingu bak­ara hér á landi

Á meðal þess sem Ang­el Gur­ría, fram­kvæmda­stjóri Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD), nefndi sér­stak­lega þegar hann fór yfir regl­ur sem þyrfti að end­ur­skoða á Íslandi til að draga úr óþarfa regl­um og stuðla að auk­inni sam­keppni var af­nám lög­gild­ing­ar fyr­ir bak­ara. Þá kom hann inn á aukna skil­virkni í skipu­lags­mál­um og breytt eign­ar- og rekstr­ar­hald Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Gur­ría var meðal þeirra sem fluttu ávarp á kynn­ing­ar­fundi um nýja skýrslu OECD um sam­keppn­ismat stofn­un­ar­inn­ar á ís­lenskri ferðaþjón­ustu og bygg­ing­ariðnaði, sem gerð var að beiðni stjórn­valda.

Gur­ría benti á að beðið hefði verið um skýrsl­una árið 2018 þegar at­vinnu­lífið var á fullri ferð, en önn­ur staða væri uppi núna vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Því hefðu áhersl­ur aðeins breyst, en hann benti á að þótt öll­um krís­um fylgdu erfiðleik­ar, þá væru þar líka tæki­færi. Í þetta skiptið væri grunn­ur­inn að því að koma sterk­ari til baka að auka fram­leiðni og sveigj­an­leika.

Í heild legg­ur OECD fram 438 til­lög­ur að breyt­ing­um á gild­andi lög­um og regl­um sem snúa að því að skýra bet­ur reglu­verk fyr­ir ferðaþjón­ustu og bygg­ing­ariðnað og að draga úr óþarfa reglu­byrði til að stuðla að auk­inni sam­keppni inn­an grein­anna.

Í fyrsta lagi nefndi Gur­ría að það þyrfti að straum­línu­laga skipu­lags­ferla og ein­falda leyf­is­mál. Slíkt gæti dregið mikið úr kostnaði.

Í öðru lagi nefndi hann breyt­ing­ar á regl­um um lög­gild­ingu starfs­greina.Tók hann sér­stak­lega dæmi um að hér á landi þyrftu bak­ar­ar að vera með sér­stök leyfi. Sagði hann að til­laga OECD væri að af­nema ætti slíkt og að regl­ur um mat­væla­ör­yggi ættu að vera næg­ar. Sagði hann breyt­ing­ar á lög­um um lög­gild­ing­ar geta dregið úr kostnaði, bætt val neyt­enda og ýtt und­ir at­vinnu og fram­leiðni.

Í skýrslu OECD er einnig lagt til að af­nema lög­gild­ingu ljós­mynd­ara og taka til skoðunar að draga úr reglu­byrði fyr­ir smiði, raf­virkja, píp­ara, bygg­ing­ar­stjóra, lög­gilta hönnuði, fast­eigna­sala, arki­tekta og verk­fræðinga.

Í þriðja lagi nefndi Gur­ría svo mál­efni Isa­via og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Benti hann á að kostnaður fé­lags­ins væri sá mesti í Evr­ópu og að skoða ætti breyt­ing­ar á rekstr­ar- og eign­ar­haldi flug­vall­ar­ins, en hann er í dag í eigu ís­lenska rík­is­ins og rek­inn af op­in­bera hluta­fé­lag­inu Isa­via.

Eins og komið hef­ur fram í fyrri frétt mbl.is met­ur OECD að mögu­leg­ur ábati af breyt­ing­um á þeim regl­um sem tald­ar eru óþarfar og sam­keppn­is­hamlandi geti numið allt að 200 millj­ón­um evra, eða sem nem­ur 30 millj­örðum króna, en það er um 1% af vergri lands­fram­leiðslu Íslands.

Fleira áhugavert: