Fráveituhreinsun – Úr 72-74%, 2010-2014

Heimild:

.

Smella á mynd til að heyra umfjöllum Kveiks/RUV

Nóvember 2017

Fjórðungur skólps fer óhreinsaður í sjóinn

Að minnsta kosti fjórðungur skólps í landinu rennur óhindrað og óhreinsað beint út í ár, vötn og hafið umhverfis Ísland, þrátt fyrir að yfir áratugur sé frá því að almennilegri hreinsun átti að vera komið á um land allt.

„Þetta er bara sorglegt. Þetta er raunveruleikinn í dag að hafið er náttúrulega stútfullt af drasli,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sérfræðingur hjá Matís.

Í september kom út skýrsla Umhverfisstofnunar um Stöðu fráveitumála á Íslandi á árunum 2010-2014. Það er að segja, úttekt á því hvernig sveitarfélögin í landinu standa að skólpmálum. Í stuttu máli mætti segja að staðan sé ekkert sérstaklega góð.

Tryggvi Þórðarson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og einn skýrsluhöfunda, segir stöðuna lítið hafa batnað.

„Það er einn mælikvarði þarna í skýrslunni sem hefur verið notaður í fyrri skýrslum. Það er fjöldi íbúa landsins sem er tengdur einhvers konar hreinsun, skólphreinsun, hvort sem hún er í lagi eða ekki og þetta hefur aukist um 2%. Úr 72% í 74% á þessum fjórum árum.“

Fleira áhugavert: