Borgarlínan – 1.áfangi 38 M.kr., ábati 26 M.kr.

Heimild:

.

Smella á mynd til að stækka

Október 2020

Hagrænn ábati af borg­ar­línu 26 millj­arðar

Fyrsta lota borg­ar­lín­unn­ar, sem til stend­ur að taka í gagnið árið 2024, er þjóðhags­lega hag­kvæmt verk­efni. Þetta sýn­ir fé­lags­hag­fræðileg grein­ing verk­fræðistof­unn­ar Mann­vits og danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI. 

Sé litið til næstu þrjá­tíu ára mun fjár­fest­ing í upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna í þess­um fyrsta fasa skila um 26 millj­arða króna ábata um­fram kostnað á nú­v­irði, en það jafn­gild­ir um 7% arðsemi á ári.

Lilja G. Karls­dótt­ir, sam­göngu­verk­fræðing­ur hjá Verk­efna­stofu borg­ar­lín­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að niður­stöður grein­ing­ar­inn­ar komi ekki mjög á óvart en þær séu þó ánægju­leg­ar. „Maður veit auðvitað aldrei al­veg hver út­kom­an er þegar farið er í svona verk­efni, en þetta styrk­ir verk­efnið sann­ar­lega,“ seg­ir hún. Von­ast Lilja til að skýrsl­an verði til þess að bæta umræður um fram­kvæmd­ina.

Allt með í reikn­ing­inn

Inn í reikn­ing­inn eru, auk stofn- og rekstr­ar­kostnaðar og miðasölu­tekna borg­ar­lín­unn­ar, tek­in heild­aráhrif borg­ar­lín­unn­ar á um­ferð, sem met­in eru já­kvæð upp á 71,2 millj­arða króna. Kem­ur það til vegna minni ferðatíma farþega (93,6 ma.kr.) og fækk­un­ar í ekn­um kíló­metr­um, en á móti koma nei­kvæð áhrif vegna auk­ins ferðatíma annarra sam­göngu­máta, svosem einka­bíla (-14,4 ma.kr.) og vöru­flutn­inga (-5,0 ma.kr.).

Af öðrum þátt­um sem litið er til má nefna um­hverf­isáhrif og áhrif á fjölda um­ferðarslysa, en ábat­inn af þeim þátt­um er óveru­leg­ur í sam­an­b­urði við fyrr­nefnda þætti, eins og tí­undað er hér að neðan.

Í grein­ing­unni var not­ast við sömu aðferðafræði og beitt er í ná­granna­lönd­um við und­ir­bún­ing stórra sam­göngu­fram­kvæmda, svo sem jarðlest­ar­kerf­inu í Kaup­manna­höfn (Metro) og létt­lest­ar­kerfi Óðinsvéa og Árósa. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er í slíka grein­ingu hér á landi á sam­göngu­fram­kvæmd hér­lend­is, en sams­kon­ar grein­ing­ar hafa þó verið fram­kvæmd­ar við gerð svæðis­skipu­lags höfuðborg­ar­svæðis­ins og út­tekt á framtíðarstaðsetn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Helstu kostnaðar- og tekjuliðir eru sem hér seg­ir, sam­kvæmt áætl­un. All­ar upp­hæðir eru á verðlagi árs­ins í ár.

Stofn­kostnaður

Kostnaður við fram­kvæmd­ir í fyrsta áfanga borg­ar­línu er met­inn 38,05 millj­arðar króna. Fram­kvæmd­ir eiga að hefjast á næsta ári og ljúka að mestu árið 2023, þótt litl­um hluta verði fram­haldið árið 2024.

Rekstr­ar­kostnaður

Rekstr­ar­kostnaður Strætó á ár­inu 2020 er 5,99 millj­arðar króna. Gert er ráð fyr­ir að rekstr­ar­kostnaður­inn auk­ist um 1,9 millj­arða króna á ári með til­komu borg­ar­lín­unn­ar. Þar af verður kostnaður við rekst­ur borg­ar­lín­unn­ar sjálfr­ar um millj­arður á ári, en kostnaður við aukna þjón­ustu á nú­ver­andi kerfi Strætó um 900 millj­ón­ir króna. 

Tekj­ur

Ekki er í grein­ing­unni gert ráð fyr­ir að verðskrá Strætó muni breyt­ast við komu borg­ar­lín­unn­ar. Gert er ráð fyr­ir að tekj­ur af rekstri auk­ist vegna auk­inn­ar notk­un­ar og muni því hækka um sem nem­ur 9,6 millj­örðum króna á þrjá­tíu ára tíma­bili.

Áhrif á aðra um­ferð

Áætlað er að til­koma fyrsta fasa borg­ar­lín­unn­ar muni fjölga ferðum með al­menn­ings­sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu um 20 pró­sent, eða úr 41.500 ferðum á dag í 49.800. Áætlað er að meðal­ferðatími lækki úr 13 mín­út­um niður í 11 en að meðal­ferðal­engd verði óbreytt, um 6 kíló­metr­ar. 

Vegna for­gangs­röðunar borg­ar­lín­unn­ar í vega­kerf­inu er gert ráð fyr­ir að meðal­ferðatími hvers bíls auk­ist lít­il­lega.

At­hygl­is­vert er að skoða kostnaðarmat á hverri klukku­stund í um­ferð. Hvers virði er það að sleppa við að sitja í um­ferð í klukku­stund?

Miðað er við að kostnaður al­menns öku­manns af því að keyra í klukku­stund sé 2.444 krón­ur, en 3.666 krón­ur sitji hann í um­ferðarteppu og skýrist mun­ur­inn af óþæg­ind­um bíl­stjór­ans, sem met­in eru meiri við kyrr­setu í þungri um­ferð.  Fyr­ir öku­menn sem eru í vinn­unni er kostnaður­inn af klukku­stund í al­mennri um­ferð met­inn 5.781 króna, en 8.671 króna í þéttri um­ferð.

Áhrif á farþega

„Bú­ist er við að þjón­usta við farþega al­menn­ings­sam­gangna muni batna á öll­um sviðum, hvort sem litið er til ferðatíma, biðtíma, tíma til og frá stoppistöð eða fjölda skipt­inga,“ seg­ir í skýrsl­unni, sem skrifuð er á ensku, í laus­legri þýðingu. Þær bæt­ur telj­ast all­ar til hagræns ábata, en því til viðbót­ar er gert ráð fyr­ir að farþegum fjölgi vegna þeirra sem eyk­ur ábat­ann enn.

Gert er ráð fyr­ir að sam­an­lagður ferðatími farþega á árs­grun­velli drag­ist sam­an um 287 þúsund klukku­tíma, biðtími um 198 þúsund klukku­tíma, ferðatími til og frá stoppistöðvum um 82 þúsund­klukku­tíma og tími sem fer í skipt­ing­ar um 25 þúsund klukku­tíma. All­ur þessi tími er síðan verðlagður á svipaðan hátt og tími öku­manna.

Þessi þátt­ur er þýðing­ar­mest­ur í ábata­grein­ing­unni en hagrænn ábati er tal­inn nema 93,6 millj­örðum króna.

Færri um­ferðarslys o.fl.

Meðal annarra þátta sem tekið er til­lit til er fjöldi um­ferðarslysa. Und­an­far­inn ára­tug hafa um­ferðarslys á höfuðborg­ar­svæðinu, þar sem slys verður á fólki, verið á bil­inu 357-469 ár­lega  og um fjög­ur þúsund önn­ur ti­felli þar sem ekki verður slys á fólki. Talið er að með til­komu borg­ar­lín­unn­ar muni um­ferðaró­höpp­um, þar sem fólk slasast, fækka um að meðaltali 2 á ári en öðrum óhöpp­um fækka um 27. Á þrjá­tíu ára tíma­bili er ábat­inn af þeirri fækk­un slysa met­inn á 2,9 millj­arða króna.

Fleira áhugavert: