Hellisheiðarvirkjun – Stækkun varmastöðvar

Heimild:

.

Október 2020

Stækkun hitaveitu Hellisheiðarvirkjunar

Framkvæmdum við stækkun varmastöðvar við Hellisheiðarvirkjun, sem framleiðir heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið, er lokið. Mannvit sá um heildarhönnun á verkinu, verkefnisstjórn, gerð verkútboðs og efnisútboða, HAZOP greiningu og gangsetningarprófanir.

Stækkunin var ráðgerð árið 2023 en sökum aukningar á notkun heits vatns á höfuðborgarsvæðinu umfram spár var ráðist í að ljúka við framkvæmdina. Aukin eftirspurn olli álagi á heitavatnsborholur Veitna í Reykjavík og í Mosfellsbæ, sér í lagi á álagstímum og á köldum dögum. Með aukinni framleiðslugetu virkjana á heitu vatni gefst kostur á því að létta álag af borholum í Reykjavík, og setja á vatn frá virkjunum.

.

Í kaldavatnsveitunni var þremur 500 kW djúpdælum bætt við ásamt tilheyrandi aflspennum og 11 kV rofabúnaði. Dælurnar eru á 120 m dýpi og hver dæla afkastar 160 l/s. DN 1000 stofnpípa var lengd um 120 m. Borholubrunnar voru endurhannaðir til að bæta aðgengi að búnaði. Gerðar voru nokkrar breytingar á frárennslislögnum til að koma til móts við vatnsverndarkröfur. Virkjunarhúsið var ekki stækkað heldur var gert ráð fyrir stækkuninni í fyrri áfanga.

Í varmastöð var tveimur raðtengdum röravarmaskiptum bætt við sem hita vatn úr 46°C í 83-93°C eftir þörfum. Vatnið er hitað með 117°C skiljuvatni sem hægt er að blanda með fullheitu skiljuvatni þannig að hitinn á því verði 130°C. Heildar varmaskiptaflötur stækkunarinnar er 1650 m2. Varmaskiptarnir eru úr ryðfríu stáli en rörin eru super duplex 254 SMO. DN100 stofnlagnir fyrir skiljuvatn og framleiðsluvatns voru lengdar og tengdar við varmaskipta. Dæluafköst fyrir framleiðsluvatn voru aukin um 20% með 90kW miðflóttaaflsdælu. Í fyrri áfanga var gert ráð fyrir þessari stækkun svo ekki þurfti að stækka virkjunarbyggingu. Afköst varmastöðvarinnar eftir stækkun eru 190 MWth.

Fleira áhugavert: