Hitaveituhola RG20 1963 – Afköst dvína, boruð aftur
Heimild:
.
.
September 2020
Risabor ræstur til að endurnýja eina afkastamestu borholu borgarinnar
Búast má við nokkrum hávaða næstu vikur þegar ráðist verður í að endurnýja eina afkastamestu borholu höfuðborgarsvæðisins við Bolholt, með einum öflugasta bor landsins. Borholan mun síðan sjá um fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni.
Borholan sem um ræðir heitir RG20 og er sögð ein gjöfulasta borhola höfuðborgarinnar, en hún hefur verið í notkun frá árinu 1963. Vegna þrengingar í holunni hefur dregið nokkuð úr afköstum hennar og þarf því að endurnýja hana. Borinn sem notaður er til verksins er einn öflugasti bor sem sést hefur í borginni í áratugi og mega íbúar því búast við einhverju ónæði frá klukkan sjö á morgnanna til sjö á kvöldin, næstu fjórar til sex vikurnar. Framkvæmdirnar hefjast á morgun.
„Við höfum lagt gífurlega mikla vinnu í að greina hagsmunaaðila hér í kring og hafa samband við þá. Bæði heimsótt þá og upplýst þá með tölvupóstum og svo framvegis. En svo höfum við líka gert frekari ráðstafanir varðandi að byggja hljóðdempibúnað í kringum búnaðinn hérna,“ segir Hafliði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Hitaveitu Veitna.
Borholan mun síðan sjá fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni.
„Í dag þjónar hún um tvö þúsund heimilum fyrir húshitun og það má því áætla að hún muni geta þjónað um 3600 heimilum eftir aðgerðir.“
Borholan hafi þegar skilað miklu og muni gera þaðáfram.
„Það má áætla það að frá því að þessi hola byrjaði að þjóna höfuðborgarsvæðinu þá hefur hún sparað okkur um 3,3 milljónir tonna af koltvísýring og á sama tíma hefur hún sparað okkur um 65 milljarða í kostnað miðað við ef þessi hús hefðu þurft að vera kynnt með jarðgasi eins og gert er til dæmis í Englandi.“