7,5% af orku laus – Er næg orka til?

Heimild:

.

Tíðindi að Bjarni segi næga orku til

Tryggvi Felix­son

Tryggvi Felix­son, formaður Land­vernd­ar, seg­ir að sam­tal ViðskiptaMogg­ans við Bjarna Bjarna­son, for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að eng­in þörf væri á að virkja frek­ar í land­inu þar sem staðan væri þannig í dag að 7,5% af allri orku í land­inu væru laus, sætti mikl­um tíðind­um.

„Að mínu mati var þetta tíma­mótaviðtal. Tíma­mót­in fel­ast í því að þarna tal­ar for­stjóri eins stærsta orku­fyr­ir­tæk­is lands­ins og seg­ir að með nú­ver­andi virkj­un­um í land­inu get­um við fram­kvæmt áform um orku­skipti, þ.e. út­skipt­ingu jarðefna­eldsneyt­is fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku, án þess að virkja meira. Að við get­um nýtt það sem við höf­um. Þetta hef ég ekki heyrt áður úr orku­geir­an­um, þó að þetta sjón­ar­mið hafi heyrst hjá okk­ur og öðrum nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um,“ seg­ir Tryggvi.

Klárist fyr­ir 2035

Tryggvi seg­ir að breyt­ing­ar virðist vera í far­vatn­inu. „Við erum nú þegar búin að virkja það sem við þurf­um til að lifa góðu lífi hér á landi, og meira að segja til að klára orku­skipt­in, sem yf­ir­völd stefna að því að klára fyr­ir árið 2050.“

Tryggvi seg­ir Land­vernd telja að orku­skipt­in gætu klár­ast fyrr, eða árið 2035, eins og lofts­lags­hóp­ur Land­vernd­ar hef­ur lagt til. Land­vernd vinn­ur nú að sögn Tryggva að grein­ingu á hvernig megi ná því mark­miði með mark­viss­um aðgerðum á næstu 15 árum. Tryggvi seg­ir að með því að leggj­ast í eig­in grein­ing­ar á mál­um sem þess­um vilji Land­vernd leggja eitt­hvað upp­byggi­legt til mál­anna, eins og hann orðar það. Það sé hluti af til­gangi fé­lags­ins að benda á leiðir til lausna. „Það er ein­falt að leggja fram kröf­ur og hug­mynd­ir um breyt­ing­ar, en stund­um vilj­um við taka eitt skref til viðbót­ar og leggja til viðbót­ar þekk­ingu. Með þessu get­um við und­ir­byggt bet­ur hug­mynd­ir okk­ar um að Ísland verði laust við jarðefna­eldsneyti miklu fyrr en nú­ver­andi áætlan­ir gera ráð fyr­ir.“

Tækniþróun spil­ar rullu

Tryggvi seg­ir að tækniþróun úti í heimi spili stóra rullu í því hvernig gangi að ná þess­um mark­miðum, til dæm­is varðandi orku­skipti hjá skipa- og flug­véla­flota heims­ins.

„Ef við lít­um til baka og sjá­um hvað mikið hef­ur breyst á síðustu 10-15 árum í raf­bíl­un­um get­um við leyft okk­ur að vera vongóð um að eitt­hvað stórt geti gerst á öðrum sviðum líka. En við vit­um líka að það ger­ist ekki nema sett­ur verði veru­leg­ur kraft­ur í málið, og fjár­hags­leg­ir hvat­ar komi til.“

Er kom­inn betri hljóm­grunn­ur fyr­ir mál­flutn­ingi Land­vernd­ar í seinni tíð?

„Við finn­um fyr­ir meiri skiln­ingi hjá ungu fólki og kon­um, en þessi hóp­ur hef­ur vax­andi áhyggj­ur og um­hyggju fyr­ir um­hverf­inu. Eldri karl­ar eru ekki eins skiln­ings­rík­ir, sam­kvæmt þeim könn­un­um sem við ger­um. Þeir eru van­ari stór­karla­legri um­gengni um landið, og eru fast­ari í fortíðinni. En þetta snýst oft um hags­muni, og marg­ir telja sig ein­fald­lega vera að verja sín lífs­kjör.“

Þar á Tryggvi meðal ann­ars við sjón­ar­mið úr stétt bænda og út­gerðarmanna, en marg­ir í þeim hóp­um vilji fara mjög hægt í all­ar breyt­ing­ar. „Því er gott að fé­laga­sam­tök eins og okk­ar séu til sem eru ekki tengd hags­muna­sam­tök­um í at­vinnu­líf­inu. Fé­lags­menn okk­ar og stuðningsaðilar ætl­ast til að okk­ar rödd sé áber­andi og að við berj­umst fyr­ir vernd nátt­úru með lang­tíma­sjón­ar­mið að leiðarljósi.“

Þrátt fyr­ir orð Bjarna sem vitnað var til hér að ofan, þá eru nú að sögn Tryggva 34 vindorku­verk­efni á teikni­borðinu, og ótal smá­virkj­an­ir víða um land. „Okk­ur varð brugðið þegar við kom­umst að því hve mörg vindorku­verk­efni voru í bíg­erð. Þess­ar virkj­an­ir gætu fram­leitt orku á við fjór­ar Kára­hnúka­virkj­an­ir.“

Land­vernd hef­ur brugðist við þess­ari þróun með út­gáfu leiðbein­inga um mat á áhrif­um vindorku og vill að ekki verði farið í að reisa vindorku­ver nema þau falli und­ir ramm­a­áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða.

Tryggvi seg­ir nauðsyn­legt að ekki verði byggt nema þörf sé fyr­ir ork­una. Í dag sé sú þörf eng­in, og ekki fyr­ir­sján­leg.

Nátt­úr­an borgað brús­ann

Hann bæt­ir við að und­an­far­in ár og ára­tugi hafi Íslend­ing­ar selt ódýra orku, en nátt­úr­an hafi þurft að borga brús­ann. Eng­in um­hverf­is­gjöld hafi verið lögð á orku­ver­in. „Sam­kvæmt grunn­regl­um um hverf­is­verð á fram­leiðand­inn að borga bæði innri og ytri kostnað, en hingað til hef­ur hann aðeins borgað innri kostnaðinn. Í skýrslu efna­hags- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, OECD, seg­ir um Ísland að stjórn­völd þurfi að beita um­hverf­is­bóta­reglu þegar virkjað er. Þegar nátt­úru er spillt sé það kostnaður. Ef fram­leiðand­inn borg­ar ekki neitt fyr­ir nátt­úru­spjöll­in sé verið að niður­greiða ork­una með skemmd­um á nátt­úr­unni.“

Spurður hvort vænta megi ein­hverr­ar stefnu­breyt­ing­ar í virkj­ana­mál­um á næstu árum á Tryggvi ekki von á hröðum breyt­ing­um. Hann ótt­ast að marg­ir aðilar séu með sín­um virkj­ana­áform­um að búa í hag­inn fyr­ir vonar­pen­ing í framtíðinni. „Af þess­um 34 vindorku­ver­um eru 18 í er­lendri eigu. Þarna eru menn að búa í hag­inn, upp á að nýta sér auðlind­ina í framtíðinni. Þarna eru aðilar sem fyrst og fremst eru að ávaxta sitt pund. Ég ótt­ast að of marg­ir staðir verði tekn­ir frá til að virkja á, og kyn­slóðir framtíðar­inn­ar sitji uppi með skaðann.“

Fleira áhugavert: