Jarðhitagarður – Hellisheiðarvirkjun
.
Jarðhitagarður
Í Jarðhitagarðinum (e. Geothermal Park) er fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti. Afurðir virkjunarinnar eru rafmagn, kalt vatn, heitt vatn, gufa og koltvísýringur.
Svæðið
Jarðhitagarðurinn er 103 hektarar að stærð og er staðsettur á svæði Hellisheiðarvirkjunar. Lóðirnar eru frá 0,1 upp í 16,5 hektarar og eru skipulagðar til að mæta mismunandi þörfum fyrirtækja.
Landssvæðið er fallegt og óbyggt og stutt í gönguleiðir. Orka náttúrunnar leggur áherslu á að svæðið sé vel hirt, aðlaðandi og að gengið sé um umhverfið af virðingu.
Samstarfsaðilar – Örverurannsóknir Háskóli Íslands
Rannsóknir á notkun gas til framleiðslu dýrmætra efnasambanda með bakteríum og örverum.
Góðar tengingar við Evrópu og Norður-Ameríku
Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Efnhagsumhverfið á Íslandi er fyrirtækjavænt og menntunarstig hátt.
Frá Íslandi er einungis 3,5 tíma flug til Vestur-Evrópu og 5 tíma flug á austurströnd Bandaríkjanna. Dagleg tengiflug eru tíðari en samanlagður fjöldi tengifluga frá hinum höfuðborgum Norðurlandanna.
Jarðhitagarðurinn er staðsettur við Hellisheiðarvirkjun, í sveitarfélaginu Ölfus. Svæði jarðhitagarðins er 103 hektarar að stærð. Lóðirnar eru frá 0,1 upp í 16,5 hektarar og eru skipulagðar til að mæta mismunandi þörfum fyrirtækja. Ölfus er vaxandi sveitarfélag og státar m.a. af góðu hafnarsvæði í Þorlákshöfn.