Heimild:
.
Kjósarhreppur
Janúar 2015
Hitaveita stofnuð í Kjósinni
Kjósahreppur hefur stofnað fyrirtæki vegna þess heita vatns sem fannst í hreppnum, nú síðast í landi Möðruvalla. Kjósarveitur ehf. var stofnað formlega í byrjun ársins.
Á Möðruvöllum fundust vel heppnaðar heitavatnsholur sem áætlað er að virkja fyrir sveitina. Í frétt á vef Kjósarhrepps segir að í kjölfar þess að formlegt nýtingarleyfi á borholunum var gefið út af Orkustofnun hafi fyrirtækið verið stofnað til að halda utan um verkefnið.
Framkvæmdastjóri félagsins er Sigríður Klara Árnadóttir, á Klörustöðum. Verður nú farið á fullt að gera nýja kostnaðaráætlun vegna hitaveitunnar þannig að hægt sé að taka næstu skref.
.