Veirur – Af hverju drepur sápa frekar en spíri?

Heimild:

.

Mars 2020

Sápa betri en sótt­hreins­ispíri

Veik­asti hlekk­ur kór­ónu­veirunn­ar, líkt og annarra veira, er fitu­himna henn­ar. Sápa leys­ir upp fitu­himn­una og „veir­an dett­ur í sund­ur eins og spila­borg og verður óvirk“. Sótt­hreins­ispíri hef­ur svipuð áhrif en er í raun ekki al­veg jafn­góður og venju­leg sápa til þess að gera veir­ur óvirk­ar.

Sápa leys­ir upp fitu­himn­una og „veir­an dett­ur í sund­ur eins og spila­borg og verður óvirk“. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Þá virka bakt­eríu­drep­andi sáp­ur eða krem í raun aðeins vegna sáp­unn­ar í þeim, enda geri bakt­eríu­drep­andi efn­in lík­lega ekk­ert við veir­urn­ar. Þetta skrif­ar Páll Þórðar­son, efna­fræðing­ur og pró­fess­or við UNSW-há­skól­ann í Syd­ney í Ástr­al­íu, á Face­book, þar sem hann svar­ar spurn­ing­unni: „Af hverju virk­ar sápa svona vel á kór­ónu­veiruna (og reynd­ar flest­ar aðrar veir­ur)?“

Páll út­skýr­ir að kór­ónu­veir­an sé í raun sjálf­sam­sett nanó­eind (e. self-assembled nanoparticle), en hans aðalviðfang í efna­fræðinni síðustu 20 ár hafi verið sjálf­sam­sett efni og nanó­tækni. Kveðst hann alltaf hafa verið hug­fang­inn af veir­um, sem séu „fal­leg­ustu“ dæm­in sem við höf­um í nátt­úr­unni af því þegar þessi tvö svið efna­fræðinn­ar komi sam­an.

„Önnur ástæða þess að ég hef verið hug­fang­inn af veir­um var þegar ég lærði um visnu, mæðuveiki og frum­kvöðlastarf Mar­grét­ar Guðna­dótt­ur (1929-2018), sem var fyrsta kon­an til að fá pró­fess­ors­stöðu við Há­skóla Íslands, en hún var heims­fræg fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar á veiru­sjúk­dóm­um. Þess má geta að barna­barn henn­ar er líka orðin heims­fræg, þ.e. Hild­ur Guðna­dótt­ir tón­skáld og ósk­ar­sverðlauna­hafi.“

Fleira áhugavert: