Háhitaborinn Þór, verkefnalaus – Fer úr landi?

Heimild:

.

Bor­un á nýrri há­hita­holu fyr­ir Nesja­valla­virkj­un hefst um mánaðamót­in. Mynd­in er tek­in af Þórvið bor­un í Hvera­hlíð á Hell­is­heiði. Ljós­mynd/​Orku­veit­an

Maí 2020

Aðeins eitt há­hita­verk­efni í aug­sýn

Sig­urður Sig­urðsson

Flutn­ing­ar standa nú yfir á Þór, bor Jarðbor­ana, af Hell­is­heiði yfir á Nesja­velli. Þar stend­ur fyr­ir dyr­um bor­verk­efni fyr­ir Nesja­valla­virkj­un, en Sig­urður Sig­urðsson, for­stjóri Jarðbor­ana hf., seg­ir lík­legt að þetta verði síðasta há­hita­hol­an sem boruð verði hér á landi í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð.

Hann seg­ir að síðustu þrjú ár hafi bor­inn verið notaður tals­vert fyr­ir Orku nátt­úr­unn­ar á Hell­is­heiði og Nesja­völl­um. Nú sjái fyr­ir end­ann á þess­um verk­efn­um og eng­in ákvörðun liggi fyr­ir um frek­ari verk­efni hjá ON. Sömu sögu sé að segja um Lands­virkj­un og HS Orku.

Öflug­asti bor­inn til út­landa?

Sig­urður seg­ir að fyr­ir­tækið sé á fullu að leita verk­efna í Evr­ópu, meðal ann­ars með þátt­töku í útboðum í Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi. Von­andi skili það ár­angri og þá verði bor­inn Þór, sem er öfl­ug­asti bor Jarðbor­ana og eini há­hita­bor­inn sem er hér á landi, flutt­ur í verk­efni er­lend­is.

Í vet­ur gerðu Jarðbor­an­ir tæp­lega þriggja millj­arða króna samn­ing um verk­efni á Asor­eyj­um. Þar verður bor­inn Óðinn notaður til að bora níu há­hita­hol­ur, 1.000-2.300 metra djúp­ar, og verður þar fram yfir mitt næsta ár. Einn bor fyr­ir­tæk­is­ins, Týr, stend­ur á bor­stæði í Dj­í­bútí og hef­ur lokið bor­un, en ekki hef­ur verið hægt að taka hann niður vegna veirufar­ald­urs­ins. Minna verk­efni bíður Jarðbor­ana í land­inu og verður vænt­an­lega farið í það í haust þegar far­ald­ur­inn verður geng­inn niður.

Fleira áhugavert: