Er léleg loftræsing ástæða hópsmita?

Heimild:

.

Ágúst 2020

Lé­leg loftræst­ing söku­dólg­ur­inn í hópsmit­um

Björn Birn­ir

Þegar stærri hóp­ar smit­ast þá berst veir­an í gegn­um loftið með litl­um drop­um,“ seg­ir Björn Birn­ir, pró­fess­or við Kali­forn­íu­há­skóla í Santa Barbara.

Rann­sókn hans og Luizu Ang­heluta, pró­fess­ors við sama há­skóla, er fyrsta vís­inda­lega sönn­un þess efn­is að lé­leg loftræst­ing geti dreift kór­ónu­veirunni veru­lega og or­sakað hópsmit, að sögn Björns. Í rann­sókn­inni er litið til nokk­urra hópsmita, þ.á m. hópsmits sem varð á veit­inga­húsi í Guangzhou í Kína í mars:

„Þar var greini­legt að litl­ir dropa­kjarn­ar bár­ust með loftræst­ing­unni og þar sem ekk­ert nýtt loft var tekið inn jókst þétt­leik­inn í drop­un­um sem gerði það að verk­um að um­hverfið var orðið mjög smit­andi,“ seg­ir Björn.

Sama var upp á ten­ingn­um þegar 94 smituðust á fimm dög­um á skrif­stofu í Suður-Kór­eu, að því er rann­sókn­in leiðir í ljós.

Hætt­an í lokuðu rými

Til að fyr­ir­byggja smit er tveggja metra regl­an fyrsta skrefið, að sögn Björns, þar sem smit berst inn­an tveggja metra með stór­um drop­um að því er rann­sókn­in staðfest­ir. Þó er næsta skrefið að gæta að loftræst­ingu rýma.

„Hætt­an er alls staðar þar sem er lokað rými og ef eng­in loftræst­ing er til staðar er það verra. Ef hún er ekki nógu góð get­ur hún aukið vand­ann því hún dreif­ir ögn­un­um um rýmið,“ seg­ir hann. 

Í rann­sókn­inni var einnig kannað hópsmit í rútu í Kína, sem sýndi sömu niður­stöðu. Ein kona með kór­ónu­veiruna endaði á því að smita helm­ing farþega – þá sem sátu næst henni og þá sem smituðust af kjarna­drop­um sem fylltu illa loftræst rýmið.

Grím­ur hluti af lausn­inni 

Aðspurður seg­ir hann að flug­vél­ar búi yfir ágæt­is loftræst­ingu þar sem hún hafi inn­byggðar síur en galli sé að loftið ferðist nokkra hringi í vél­inni áður en það fer í gegn­um loftræsti­kerfið, svo grímu­notk­un skipt­ir ekki síður máli í vél­un­um.

„Bar­ir eru nátt­úr­lega verst­ir þar sem tveggja metra regl­an er síður virt þar. Lít­il veit­inga­hús, af­skekkt her­bergi í veit­inga­hús­um, skól­ar og skóla­stof­ur með mörg­um krökk­um eru líka hættu­leg. Skrif­stof­ur og kennslu­stof­ur hafa ekki góða lof­ræst­ingu og það er þörf á skýr­ari regl­um um hvernig fólk á að hegða sér í svo­leiðis rými,“ seg­ir Björn.

Seg­ir hann þess­ar upp­götv­an­ir vera megin­á­stæðu þess að há­skól­ar í Banda­ríkj­un­um sjái ekki fram á að geta viðhaldið kennslu inn­an­dyra og loka.

„Grím­ur eru hluti af lausn­inni. Ef við ætl­um að búa til kerfi þar sem fólk get­ur verið á skrif­stof­unni er nauðsyn­legt að það sé með grímu, jafn­vel þótt það sé eitt á skrif­stof­unni,“ seg­ir Björn að lok­um.

Um­fjöll­un Kali­forn­íu­há­skóla

Fleira áhugavert: