Mýsilica+Landsvirkjun – Nýsköpun+stuðningur

Heimild:

.

Apríl 2020

Lands­virkj­un og MýSilica semja um upp­bygg­ingu og ný­sköp­un við Mý­vatn

Lands­virkj­un og MýSilica hafa und­ir­ritað samn­ing um rann­sókn­ir, þróun og fram­leiðslu á kís­il­rík­um húð- og snyrti­vör­um úr jarðhita­vatni virkj­ana á starfs­svæði Lands­virkj­un­ar á Norður­landi. Byggð verður upp aðstaða sem mun nýt­ast fyr­ir ný

­sköp­un og fjöl­nýt­ingu og verður MýSilica fyrsta sprota­fyr­ir­tækið til að nýta aðstöðuna. 

Verk­efnið geng­ur út á að vinna steinefna­ríkt – og þá sér­stak­lega kís­il­ríkt – hrá­efni úr jarðhita­vatni sem fell­ur til við orku­vinnslu. Þetta hrá­efni verður svo nýtt til þess að fram­leiða nátt­úru­leg­ar húðvör­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Verk­efnið bæti nýt­ingu auðlinda

Fram kem­ur, að mark­mið samn­ings­ins sé að auka verðmæta­sköp­un úr þeim efn­um sem verði til við orku­vinnslu Lands­virkj­un­ar og hafi hingað til ekki verið nýtt sér­stak­lega.  Verk­efnið bæti þannig nýt­ingu auðlinda og skapi tæki­færi til upp­bygg­ing­ar og ný­sköp­un­ar fyr­ir nærsam­fé­lagið. 

MýSilica er ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í þróun, fram­leiðslu og markaðsetn­ingu á húðvör­um. Hjá MýSilica starfa sér­fræðing­ar sem hafa að baki margra ára reynslu í nýt­ingu auðlinda og fram­leiðslu á verðmæt­um úr skilju­vatni jarðvarma­virkj­ana. Verk­efnið geng­ur út á að vinna steinefna­ríkt og þá sér­stak­lega kís­il­ríkt hrá­efni úr jarðhita­vatni sem síðan verður nýtt til þess að fram­leiða nátt­úru­lega húðvör­ur, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þakk­lát fyr­ir stuðning­inn

Vegna COVID-19 veirufar­alds­ins var und­ir­rit­un­ar­fund­ur­inn hald­inn með aðstoð fjar­funda­for­rits. Ofar til vinstri er Stef­an­ía Guðrún Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og viðskiptaþró­un­ar, við hlið henn­ar er Hörður Arn­ar­son for­stjóri. Neðar til vinstri er Fida Abu Li­bdeh, stofn­andi MýSilica og við hlið henn­ar er Guðrún Ólafía Bryn­leifs­dótt­ir viðskiptaþró­un­ar­stjóri. Ljós­mynd/​Aðsend

„Maður gat ekki annað en heill­ast af feg­urð nátt­úr­unn­ar á Norður­landi og sér­stak­lega á Mý­vatni. Við sjá­um tæki­færi til ný­sköp­un­ar, auk­inn­ar nýt­ing­ar á nátt­úru­leg­um auðlind­um og sköp­un á verðmæti í sátt við nátt­úr­una. Verk­efnið er búið að vera í vinnslu í nokk­ur ár og nú fögn­um við þess­um stóra áfanga. Við erum þakk­lát fyr­ir stuðning­inn sem við feng­um fyr­ir norðan. Við hlökk­um til að hefja sköp­un á verðmæt­um með Lands­virkj­un sem öfl­ug­an sam­starfsaðila okk­ar,“ seg­ir Fida Abu Li­bdeh, stofn­andi MýSilica, í til­kynn­ingu. 

„Við hjá Lands­virkj­un fögn­um því að fá að taka þátt í upp­bygg­ingu sprota- og ný­sköp­un­ar­starfs á Norður­landi. Við sjá­um mik­il tæki­færi í frek­ari nýt­ingu þeirra strauma sem falla til í starf­semi okk­ar. Ný­sköp­un­ar­starf­semi á borð við þetta spenn­andi verk­efni MýSilica get­ur orðið mik­il­væg­ur þátt­ur í  hringrás­ar­hag­kerf­inu og stuðlað að auk­inni sjálf­bærri þróun og bættri nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar,“ seg­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar. 

Fleira áhugavert: