Mýsilica+Landsvirkjun – Nýsköpun+stuðningur
.
Apríl 2020
Landsvirkjun og MýSilica semja um uppbyggingu og nýsköpun við Mývatn
Landsvirkjun og MýSilica hafa undirritað samning um rannsóknir, þróun og framleiðslu á kísilríkum húð- og snyrtivörum úr jarðhitavatni virkjana á starfssvæði Landsvirkjunar á Norðurlandi. Byggð verður upp aðstaða sem mun nýtast fyrir ný
sköpun og fjölnýtingu og verður MýSilica fyrsta sprotafyrirtækið til að nýta aðstöðuna.
Verkefnið gengur út á að vinna steinefnaríkt – og þá sérstaklega kísilríkt – hráefni úr jarðhitavatni sem fellur til við orkuvinnslu. Þetta hráefni verður svo nýtt til þess að framleiða náttúrulegar húðvörur, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.
Verkefnið bæti nýtingu auðlinda
Fram kemur, að markmið samningsins sé að auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verði til við orkuvinnslu Landsvirkjunar og hafi hingað til ekki verið nýtt sérstaklega. Verkefnið bæti þannig nýtingu auðlinda og skapi tækifæri til uppbyggingar og nýsköpunar fyrir nærsamfélagið.
MýSilica er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á húðvörum. Hjá MýSilica starfa sérfræðingar sem hafa að baki margra ára reynslu í nýtingu auðlinda og framleiðslu á verðmætum úr skiljuvatni jarðvarmavirkjana. Verkefnið gengur út á að vinna steinefnaríkt og þá sérstaklega kísilríkt hráefni úr jarðhitavatni sem síðan verður nýtt til þess að framleiða náttúrulega húðvörur, segir í tilkynningunni.
Þakklát fyrir stuðninginn
„Maður gat ekki annað en heillast af fegurð náttúrunnar á Norðurlandi og sérstaklega á Mývatni. Við sjáum tækifæri til nýsköpunar, aukinnar nýtingar á náttúrulegum auðlindum og sköpun á verðmæti í sátt við náttúruna. Verkefnið er búið að vera í vinnslu í nokkur ár og nú fögnum við þessum stóra áfanga. Við erum þakklát fyrir stuðninginn sem við fengum fyrir norðan. Við hlökkum til að hefja sköpun á verðmætum með Landsvirkjun sem öflugan samstarfsaðila okkar,“ segir Fida Abu Libdeh, stofnandi MýSilica, í tilkynningu.
„Við hjá Landsvirkjun fögnum því að fá að taka þátt í uppbyggingu sprota- og nýsköpunarstarfs á Norðurlandi. Við sjáum mikil tækifæri í frekari nýtingu þeirra strauma sem falla til í starfsemi okkar. Nýsköpunarstarfsemi á borð við þetta spennandi verkefni MýSilica getur orðið mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu og stuðlað að aukinni sjálfbærri þróun og bættri nýtingu auðlindarinnar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.