Kjarnorkuver, Þriggjamílnaeyju – Lokað, rifið

Heimild:

.

Smella á myndir til að stækka

September 2019

Loka kjarnorkuverinu á Þriggjamílnaeyju

Slökkt var á eina virka kjarnakljúfinum á Þriggjamílnaeyju í Harrisburg í Pennsylvaníu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Exelon, sem rak kjarnorkuverið. Við tekur allt að þriggja ára vinna við að rífa kjarnakljúfinn.
 

Ákvörðunin um að loka kjarnorkuverinu var tekin út frá viðskiptalegum forsendum, segir í tilkynningu Exelon. Lágt verð á jarðgasi og sílækkandi kostnaður við rafmagnsframleiðslu með vind- og sólarorku leiða til þess að reksturinn borgar sig ekki lengur.

Þetta gildir um flest eldri kjarnorkuver vestra, enda búið að loka fjölda slíkra í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Efasemdir eru líka uppi um að þau fáu kjarnorkuver sem verið er að byggja muni standast samkeppni við gasið, sólina og vindinn þegar fram i sækir.

Alvarlegasta kjarnorkuslys Bandaríkjanna

Kjarnakljúfurinn sem slökkt var á er sá eldri af tveimur sem reistir voru á Þriggjamílnaeyju og hefur verið í notkun frá 1974. Hinn hafði aðeins verið í rekstri í nokkra mánuði þegar bilun í kælikerfi leiddi til kjarnabráðnunar og alvarlegasta kjarnorkuslyss í sögu Bandaríkjanna vorið 1979.

Þótt kjarnakljúfurinn sjálfur verði horfinn eftir þrjú ár eða svo er mun lengra í að öll ummerki um þetta mikla og alræmda orkuver hverfi. Ekki má hrófla við mörgum öðrum hlutum þess, svo sem kæliturninum, fyrr en árið 2074, einni öld eftir að kveikt var á kjarnakljúfinum. 

.

.

 

Fleira áhugavert: