Jökulsá fjöllum, Markarfljót – Engin orkuvinnsla, friðlýsing

Heimild: 

.

Október 2018

Umhverfisstofnun kynnir nú tillögu að friðlýsingu á tveimur stórfljótum og vatnasviðum þeirra beggja, svæði sem alls þekur rúmlega 2,7% af flatarmáli Íslands.
Þetta er annars vegar Jökulsá á Fjöllum þar sem áður voru áformaðar Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun og hins vegar Markarfljót. Þar voru áformaðar Markarfljótsvirkjanir A og B en þessir nýtingarkostir voru allir settir í verndarflokk rammaáætlunar árið 2013.

Verndarsvæði Jökulsár á Fjöllum hæfist við Dyngjujökul, Kverkfjöll og Brúarjökul og fylgdi meginfarveginum til sjávar í Öxarfirði og næði 500 metra út frá miðlínu meginfarvegar alla leið til sjávar í Öxarfirði til beggja handa nema þar sem farvegurinn er víðari en 1.000 metrar. Þar yrði miðað við 100 metra út fyrir árfarveginn. Svæðið er samtals tæplega 2.258 ferkílómetrar. Nánari afmörkun má sjá á vef Umhverfisstofnunar.

Friðlýsing Markarfljóts myndi ná yfir rúmlega 564 ferkílómetra svæði á vatnasviði Markarfljóts ofan stíflumannvirkja fyrrum fyrirhugaðrar Markarfljótsvirkjunar B og sem leið liggur til sjávar eftir sömu breiddarreglu og í Jökulsá. Nánari afmörkun má sjá á vef Umhverfisstofnunar.

Í friðlýsingu myndi felast bann við orkuvinnslu og orkurannsóknum. Þar mætti þó stunda yfirborðsrannsóknir með sérstöku samþykki Umhverfisstofnunar. eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar.

Frestur til að skila athugasemdum er til og með 23. janúar 2019 en að því loknu fer tillaga að friðlýsingarskilmálum til Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Fleira áhugavert: