Salerni, reglugerð – Karla/konu/fatlaðir

Heimild:

.

Nóvember 2019

Borgaryfirvöld ákváðu í fyrra að gera öll salerni starfsfólks í stjórnsýsluhúsum borgarinnar ókyngreind. Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að í september hefði Vinnueftirlitið fundið að þessu og gert borginni að kynjaskipta salernum á nýjan leik. Fékk borgin frest til 14. október til að ganga í verkið, sem snýst væntanlega um að merkja hurðir.

Borgin andmælti og benti á að breytingar hefðu orðið á því hvernig kyn væru skilgreind. „Má slá því föstu að samfélagið hafi yfirgefið kynjatvíhyggjuna,“ segir í andmælum borgarinnar. Fékk borgin viðbótarfrest sem nú er liðinn en enn eru salernin ómerkt.

Vinnueftirlitið er grjóthart í sinni afstöðu og bendir á reglugerðir um að tilskilinn fjölda salerna þurfi fyrir karla, konur og fatlaða. Eftirlitið bendir reyndar á að ekkert sé því til fyrirstöðu að kynjaskipta lágmarksfjölda salerna en hafa þau sem útaf standi ómerkt. Í frétt Moggans segir að Vinnueftirlitið hafi gengið í málið eftir ábendingar frá starfsmönnum borgarinnar.

Fleira áhugavert: