BMW – Úr strokkum í rafhlöður

Heimild:

.

Höfuðstöðvar BMW í München. Turn­arn­ir fjór­ir minna á raf­hlöður

Desember 2017

BMW-strokk­arn­ir nú tákn um raf­hlöður

Ásýnd höfuðstöðva BMW í München tók stakka­skipt­um í vik­unni. Bygg­ing­in, sem er eitt helsta kenni­leiti borg­ar­inn­ar hef­ur jafn­an verið kölluð „sýlindr­arn­ir fjór­ir“ þar sem turn­ar höfuðstöðvanna minna strokka í sprengi­hreyfli; bíl­vél­um BMW.

Nú eru turn­arn­ir ekki leng­ur tákn um strokka held­ur raf­hlöður enda eru stjórn­end­ur BMW ekki í vafa um að raf­mótor­ar í bíl­um vísi veg­inn til framtíðar enda stend­ur stór­um stöf­um utan á bygg­ing­unni: Framtíðin felst í raf­magn­inu.

Í ræðu sem Har­ald Krü­ger, stjórn­ar­formaður BMW Group, hélt af því til­efni þegar ný ásýnd höfuðstöðvanna var vígð í vik­unni, að BMW hefði nú þegar á þessu ári af­hent meira en 100 þúsund nýja BMW-bíla með raf­mótor. Það er í sam­ræmi við áætlan­ir fram­leiðand­ans sem kynnt­ar voru í árs­byrj­un.

Frá og með ár­inu 2021 mun hönn­un und­ir­vagns og vél­ar­rúms í nýj­um bíl­um BMW gera ráð fyr­ir að hægt sé að setja í bíl­ana hvort held­ur sem er ein­göngu sprengi­hreyf­il, sprengi­hreyf­il og raf­mótor eða bara raf­mótor.

Raf­mótor­ar vísa veg­inn til framtíðar

Krü­ger seg­ir að þetta 99 metra háa kenni­leiti vísi veg­inn í raf­mögnuðum sam­göng­um. „Við stóðumst áætlan­ir árs­ins í sölu bíla með raf­mótor og höf­um þegar af­hent yfir 100 þúsund slíka bíla á ár­inu sem er að líða. Þetta er mik­ill áfangi en aðeins byrj­un­in á þess­ari veg­ferð okk­ar. Síðan 100% raf­bíll­inn BMW i3 kom á markað 2013 höf­um við selt yfir 200 þúsund bíla með raf­mótor og sprengi­hreyfli og árið 2025 stefn­um við að því að bjóða viðskipta­vin­um 25 mis­mun­andi bíl­gerðir þar sem raf­mótor gegn­ir veiga­miklu hlut­verki. Við erum í eng­um vafa um þá staðreynd að raf­mótor­ar í bíl­um vísa veg­inn til framtíðar og ráði miklu um vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins,“ sagði Krü­ger

BMW tryggði sér 2011 einka­leyfi á vörumerk­inu „BMW i“ sem prýða mun „raf­magnaðar“ gerðir BMW i1 til i9 og einnig X-gerðirn­ar iX1 til iX9. Á næsta ári kem­ur BMW i8 Roadster á markað, 2019 kem­ur 100% raf­bíll á markað frá MINI og ári síðar kem­ur svo alraf­mögnuð út­gáfa sportjepp­ans X3 á markað.

Þá hef­ur BMW kynnt al­veg nýja tækni frá og með 2021 und­ir heit­in BMW iNEXT sem fel­ur í sér kyn­slóð nýrra bíla sem verða mun sjálf­virk­ari á all­an hátt en nú­ver­andi bíl­ar á markaðnum.

Fleira áhugavert: