Gervigreind – Útrýmir öllum störfum

Heimild:

.

Artificial Intelligence

Ágúst 2019

Elon Musk: „Gervigreind mun útrýma öllum störfum nema þessum.“

Elon Musk

Forstjóri Tesla og SpaceX, Elon Musk, er alla jafna áfram um tækninýjungar eins og rafmagnsbílavæðingu og geimför. Hann er þó langt frá því að vera jákvæður á framtíð vinnumarkaðarins. Gervigreind mun að hans mati enda þörfina á miklu fleiri störfum en við höfum áður gert okkur í hugarlund, að því er fram kemur á vef CNBC.

„Gervigreind mun gera störf tilgangslaus,“ sagði Musk í vikunni á alþjóðlegri ráðstefnu um gervigreind sem haldin var í Shanghai. Hann deildi þar sviði með Jack Ma, stofnanda Alibaba, sem einnig hefur sterkar skoðanir á þróun vinnumarkaðar þegar gervigreind vex ásmegin.

Þeir sem munu síst verða fyrir áhrifum af gervigreind á vinnumarkaði eru þeir sem kunna að forrita hugbúnað fyrir gervigreind, að sögn Musks. Hann mælir með því að ungt fólk læri verkfræði til að takast á við þá breyttu tíma sem fram undan eru. Það er þó ekkert alveg öruggur vegur til starfsframa því gervigreindin mun sjálf geta forritað sinn eigin hugbúnað áður en langt um líður, að sögn Musks.

Umræða fer vaxandi um gervigreind og áhrif hennar á þau störf sem við þekkjum í dag. World Economic Forum spáði því nýlega að 75 milljónir starfa muni heyra sögunni til árið 2022.

Musk er brattur, þrátt fyrir þetta, og spáir því að það verði alltaf þörf fyrir fólk sem starfar við samskipti við annað fólk. „Í grunninn líður fólki best þegar það er í tengslum við annað fólk,“ sagði Musk. „Það er sennilega gott að stefna að starfi því tengdu, verkfræði eða listum. Það verður seint hægt að útrýma þeim störfum.“

Fleira áhugavert: