Landsvirkjun – 10 milljarða arðgreiðsla

Heimild:

.

April 2020

10 millj­arða arðgreiðsla til rík­is­ins

Samþykkt var á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag að greiða 10 millj­arða í arð fyr­ir síðasta ár. Var það til­laga eig­anda, en fyr­ir­tækið er í eigu ís­lenska rík­is­ins. Er þetta ríf­lega tvö­falt hærri arðgreiðsla en á síðasta ári, þegar hún var 4,25 millj­arðar. Árin þar á und­an námu arðgreiðslur 1,5 millj­örðum.

Í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un seg­ir að á fund­in­um hafi komið fram að ríkið gerði arðsem­is­kröfu til eig­in fjár Lands­virkj­un­ar upp á 7,5% ár­lega. Skipað var í stjórn fé­lags­ins en eng­ar breyt­ing­ar voru gerðar frá fyrra ári.

Aðal­menn í stjórn Lands­virkj­un­ar eru Jón­as Þór Guðmunds­son, Álf­heiður Inga­dótt­ir, Jón Björn Há­kon­ar­son, Guðfinna Jó­hanna Guðmunds­dótt­ir og Gunn­ar Tryggva­son. Var Jón­as á fyrsta fundi stjórn­ar end­ur­kjör­inn formaður og Álf­heiður vara­formaður.

Hörður Arnarson – mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fleira áhugavert: