Geymsluþol mat­ar – Hvað hefur áhrif?

Heimild:

.

Maí 2020

Sér­fræðing­ar Mat­væla­stofn­un­ar vita bet­ur en flest­ir hvernig best er að meðhöndla mat. Nú þegar marg­ir lands­menn hafa tekið upp á því að frysta mat­væli er eins gott að kynna sér ná­kvæm­lega hvernig best er að frysta mat og hvaða þætt­ir geta haft áhrif á geymsluþol mat­ar.

Þætt­ir sem hafa áhrif á geymsluþol 

Ástand mat­væl­anna fyr­ir fryst­ingu ákv­arða gæði þeirra eft­ir fryst­ingu. Fros­in mat­væli verða aldrei betri en þau voru þegar þau voru sett í fryst­inn. Fryst­ing er ekki aðferð til að losna við ör­ver­ur  séu þær til staðar. Aðferðin hæg­ir á vexti ör­vera og efna­breyt­ing­um sem hafa áhrif á gæði og heil­næmi mat­væl­anna.

Ensím

Hafa má áhrif á virkni ensíma með fryst­ingu, hit­un og efna­skipt­um. Fryst­ing hæg­ir á virkni ensíma þannig að ýmis mat­væli geym­ast mun bet­ur í frysti án þess að mat­væl­in séu unn­inn eitt­hvað frek­ar fyr­ir fryst­ingu. Dæmi um slík mat­væli eru kjöt og ávext­ir.

Með því að hita mat­væli fyr­ir fryst­ingu get­um við eytt virkni ensíma og þannig geym­ast mat­væl­in bet­ur í frysti. Þessi aðferð kall­ast hvata­eyðing (blanching) en hún er mjög oft notuð fyr­ir græn­meti áður en það er fryst en einnig ávexti. Þá eru mat­væl­in sett í heitt vatn (88°C-100°C) í 1-10 mín, mis­mun­andi eft­ir mat­væl­um, eða í 100°C heita gufu í 1/​2 – 1 mín (eða skem­ur). Aðferðin hef­ur áhrif á áferð og út­lit en kem­ur minna að sök hjá græn­meti sem er soðið fyr­ir notk­un.

Loft

Súr­efnið í loft­inu get­ur haft áhrif á bragð og liti ef mat­væl­in eru ekki nógu vel pökkuð inn.

Örver­ur

Fryst­ing drep­ur ekki ör­ver­ur, en þær hætta að vaxa við hita­stig lægra en frost­mark. Um leið og mat­væli eru uppþýdd og geymd við stofu­hita byrja ör­ver­ur að fjölga sér. Þess vegna er mjög mik­il­vægt að þýða mat­væli upp í kælisáp og hafa disk und­ir þannig að vökvi frá þeim leki ekki yfir á aðrar vör­ur.

Ískrist­all­ar

Hraði fryst­ing­ar hef­ur áhrif á gæði mat­væl­anna, því hraðari sem fryst­ing­in er því betra. Við hraða fryst­ingu mynd­ast smá­ir ískrist­all­ar í vör­unni en við hæga fryst­ingu mynd­ast stór­ir ískrist­all­ar sem valda því að frum­ur eyðileggj­ast og óæski­leg­ar breyt­ing­ar verða á áferð mat­væl­anna. Í sum­um til­fell­um má skera mat­væli niður í minni bita eða sneiðar til að auka frysti­hraða.

Frysti­hita­stig

Nauðsyn­legt er að halda mat­væl­un­um við -18°C eða lægra hita­stig svo gæðin skerðist sem minnst. Eft­ir því sem hita­stigið hækk­ar því minna verður geymsluþol mat­væl­anna.

Best er að halda hita­stig­inu eins stöðugu og hægt er. Ef mikl­ar sveifl­ur eru á hita­stigi við geymslu mynd­ast stór­ir ískrist­all­ar, sem hafa slæm áhrif á gæði mat­væl­anna. Mikl­ar hita­breyt­ing­ar geta einnig haft þau áhrif að mat­væl­in þorni.

Rakatap

Ófull­nægj­andi umbúðir um mat­væli geta orðið þess vald­andi að raki, lit­ur, bragð og áferð tap­ast við geymslu. Ef ískrist­all­ar á yf­ir­borðinu gufa upp mynd­ast frost­bruni á yf­ir­borðinu þ.e. þurr­ir og dökk­ir blett­ir sem ger­ir mat­væl­in ólyst­ug.

Fleira áhugavert: