Hleðslustöðvar rafbíla – Kurteisisvenjur
.
Maí 2019
Kurteisisvenjur við hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Hleðslustæði er ekki bílastæði
- Þetta er ekki stæði fyrir rafmagnsbíla, ef þú ert ekki að hlaða eða bíða eftir að fá að hlaða leggur þú annars staðar.
Ekki hlaða meira en 80% ef annar bíður.
- Ef annar bíll bíður má ekki hlaða nema upp í 80%
Ekki fara lengur er 20 mín frá bíl sem er að hlaða.
- Gott að skilja eftir miða með símanúmerinu þínu í framrúðnni.
- Ekki einoka stæðið, ef þú ert við verslun, kíktu út og færðu bílinn þegar hann er búinn að hlaða.
Ef bíll er búinn að hlaða í meira en 80% eða lengur en 40 mín er í lagi að taka úr sambandi.
- Þegar þú kemur að hleðslustöð í notkun: ef einhver er í bílnum má spyrja, hversu lengi heldur þú að þú verðir í viðbót. Ef enginn er í bílnum og hann kominn í 80% má taka úr sambandi ef hægt er (sumar stöðvar og bílar bjóða ekki upp á það) og stinga þínum í samband.
Skildu eftir opið port til að hægt sé að stinga þínum í samband þegar hinn klárar
- Ef þú ert að bíða eftir að næsti bíll á undan sé búinn að hlaða ferð þú ekki langt frá bílnum. Þú ferð ekki inn í IKEA á meðan, þú þarft að fylgjast með til að geta stungið í samband þegar röðin er komin að þér. Undantekning frá þessari reglu er að skilja eftir opið hleðsluportið og semja við hinn sem er að hlaða um að stinga í samband þegar hann er búinn.
Hreinir rafbílar hafi forgang fram yfir tengitvinbíla
- Eðlilegt er að hreinir rafbílar hafi forgang fram fyrir tengitvinnbíla.
Forðist að hraðhlaða kalt batterí
- Kalt batterí hraðhleður mun hægar en batterí við kjörhita, því getur verið betra að hlaða í lok ferðar heldur en í byrjun heimferðar.
Rafbílasamband Íslands