Olíusala dregst saman – 2019/2020

Heimild:

.

Mars 2020

Eldsneytissala dregst saman um 13% milli ára

Samkvæmt bráðabirgðatölum Orkustofnunar dróst olíusala saman um 13% milli ára. Það er í fyrsta skipti síðan 2012 sem olíusala minnkar milli ára.

Árið 2018 var metár þegar seld olía fór í fyrsta skipti yfir milljón tonn (1.049 þús. tonn). Árið 2019 nam heildarsala olíu um 911 þús. tonn. Sala eldsneytis til flugsamgangna hafði aldrei verið jafn mikil og 2018 eða 418 þús. tonn, en 2019 féll hún niður í 312 þús. tonn, sem er 25% samdráttur. Helsta ástæðan er samdráttur í sölu eldsneytis til flugsamgangna sem rekja má að mestu til falls WOW í mars 2019.

Þá dregst einnig saman olíusala vegna notkunar í samgöngum á landi og má líklega rekja það að mestu til fækkun ferðamanna og betri orkunýtni nýrra bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mikil fjölgun raf- og tengiltvinnbíla.

Samkvæmt bifreiðatölum Samgöngustofu voru nýskráðir metan-, vetnis-, raf- og tengiltvinnbílar árið 2019 um 19% af heildarskráningum, en var 15% árið 2018. Það sem af er ári 2020 er þetta hlutfall 37%.

Þá voru í lok árs 2019 skráðir í umferð 3.972 rafbílar, 7.969 tengiltvinnbílar,1.825 metanbílar og 23 vetnisbílar sem er um 5% af heildarbílaflota landsins.

Fyrri myndin hér að neðan sýnir þróun olíusölu á Íslandi skipt í innanlands og millilandanotkun,  en seinni myndin sýnir skiptingu eftir geirum.

Fleira áhugavert: