Vindmyllustríð – Fasteignamat, úrskurður
.
Desember 2017
Hreppur tapar í vindmyllustríði
Landsvirkjun þarf ekki að greiða hærri fasteignagjöld af tveimur vindmyllum við Búrfell eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gerði kröfu um í kæru til yfirmatsnefndar.
Með úrskurði yfirmatsnefndar stendur ákvörðun Þjóðskrár um fasteignamat á vindmyllunum. Aðeins eigi að taka til fasteignamats neðsta hluta mannvirkjanna sem skilgreinist sem stöðvarhús en allt þar fyrir ofan sé rafveita sem samkvæmt lögum er undanþegin fasteignamati.
Fasteignamat hvors stöðvarhúss um sig er 33 milljónir króna en hreppurinn taldi að fasteignamat hvorrar myllu í heild ætti að vera 200 milljónir króna.