Zohr – Stærsta gasauðlind Miðjarðar­hafs

Heimild: mbl

.

Ágúst 2015

Ítalski ork­uris­inn Eni til­kynnti í dag að fyr­ir­tækið hefði fundið stærstu gasauðlind Miðjarðar­hafs­ins, í lög­sögu Egypta­lands. Fund­ur­inn var staðfest­ur af ol­í­uráðuneyti Egypta­lands, en talið er að um sé að ræða 850 millj­arða rúm­metra af gasi á 100 fer­kíló­metra svæði.

A part of the newly inaugurated Arab Gas Pipeline Project is seen near the Egyptian town of Taba, Sunday 27 July 2003, where Egyptian President Hosni Mubarak and Jordan's King Abdullah open the first phase of the pipeline that will eventually carry

Gasleiðsla í Taba í Egyptalandi. Mynd: EPA

Í til­kynn­ingu frá Eni kem­ur fram að um sé að ræða stærstu gasauðlind sem fund­ist hef­ur á Egyptalandi og mögu­lega í heim­in­um. Talið er að lind­in muni mæta gasþörf­um Egypta um ára­tugi.

Hún er staðsett á 1.450 metra dýpi á svæði sem kall­ast Shorouk Block. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni mun Eni um­svifa­laust ráðast í að láta meta svæðið með það í huga að hefja vinnslu. Var rætt um fjög­ur ár í því sam­bandi.

Stjórn­ar­formaður Eni, Claudio Descalzi, hef­ur átt fundi með Abdel Fattah al-Sisi, for­seta Egypta­lands, og for­sæt­is­ráðherr­an­um Ibra­him Mahlab, og seg­ir að hinn „sögu­legi“ fund­ur muni gjör­bylta stöðu orku­mála í land­inu.

Descalzi hafa borist skila­boð frá Matteo Renzi, þar sem for­sæt­is­ráðherr­ann ít­alski ósk­ar fyr­ir­tæk­inu til ham­ingju með hinn „ótrú­lega“ fund.

Sér­fræðing­ar segja fund­inn setja strik í reikn­ing­inn hjá Ísra­els­mönn­um, sem höfðu ráðgert að flytja út gas til Egypta­lands.

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *