Hækkanir hitaveitu – Jafnræði afsláttarkjörum

Heimild:

.

Nóvemer 2019

Óumsemjanlegar hækkanir á hitaveituvatni ekki sagðar leiða til tekjuauka Veitna ohf

Veitur ohf., sem eru í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar Bændablaðsins um að Hafberg Þórisson íhugi að loka gróðrarstöðinni Lambhaga vegna stórhækkana á heitu vatni. Fréttin hefur vakið mikla athygli enda eru þessar hækkanir þvert á umræður og tal stjórnmálamanna um að sérstakan velvilja í garð ylræktar á Íslandi.

Í viðtali Bændablaðsins við Hafberg segir hann að hækkunin á verði á heitu vatni til Lambhaga frá Orkuveitu Reykjavíkur (Veitur ohf. í þessu tilviki) muni nema 97% frá 1. janúar á næsta ári. Í yfirlýsingu Veitna segir m.a. að upphaflega hafi verið greint frá fyrirhuguðum breytingum á afsláttarkjörum á heitu vatni í byrjun árs 2019. Markmið breytinganna sé að auka jafnræði um afsláttarkjör Veitna gagnvart viðskiptavinum með svipaða notkun á heitu vatni, hvaða atvinnurekstur sem þeir stunda.

„Stjórnendum fyrirtækja var um sama leyti tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar og áhrif þeirra og fundað var með nokkrum þeirra. Á fundum var meðal annars boðið upp á frekara samtal um leiðir sem bætt gætu nýtingu heita vatnsins og þar með dregið úr áhrifum breytinganna,“ segir í yfirlýsingunni.

Segja hækkanir á orkuverði ekki leiða til tekjuauka

Í yfirlýsingunni segir einnig að ný afsláttarkjör leiði ekki til breytinga á heildartekjum Veitna. Á móti hækkunum fái aðrir magnafsátt sem ekki njóta hans nú. Þar er enginn afsláttur gefin á vatnsmagni upp að 50.000 rúmmetrum. Þá er 10% afsláttur ef magnið er á bilinu 50.001 til 160.000 rúmmetrar, en Hafberg segist nota um 100 þúsund rúmmetra á ári og að verðið til hans verði um 120 krónur á rúmmetra eftir áramót. Hinsvegar mun hann borga 37 krónur á rúmmetra vegna samskonar starfsemi á veitusvæði Hitaveitu Mosfellsbæjar. Það er tæplega þriðjungur af verðinu sem Veitur ohf. hyggjast rukka fyrir starfsemi Lambhaga Reykjavík.  Afslátturinn er svo 20% ef magnið er 160.001 til 259.999 rúmmetrar og 30% ef magnið er 260.000 rúmmetrar eða meira.

Aukið gagnsæi og samræming á kjörum sem eru ekki umsemjanleg

Í svari Orkuveitunnar og Veitna við fyrirspurn Bændablaðsins um ástæður hækkunarinnar kemur fram að „almennt verð á heitu vatni til húshitunar“ í hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu er nú 131,32 krónur fyrir hvern rúmmetra, án orkuskatts og virðisaukaskatts.

Í útlistun á breytingunum sem taka eiga gilti 1. janúar 2020 er ýmislegt áhugavert að sjá. Þar segir að breytingarnar séu gerðar til að auka gegnsæi og samræmi í kjörum notenda. Um hvað breytist á reikningunum segir síðan:

„Þeir verða skýrari. Nú sjá viðskiptavinir bæði taxtann sem þeir greiða og afsláttinn sem þeir fá á reikningnum sínum. Þannig var það ekki áður, þá sáu þeir bara verðið sem þeir greiddu.“
Þá er útlistun á því hvort þetta sé umsemjanlegt, en þar segir:

„Nei, við förum í þessar breytingar til að gera verðskrána okkar gagnsæja og sanngjarna. Nú sitja allir í samskonar rekstri við sama borð þegar kemur að kjörum.“

Fleira áhugavert: