Skólphreinsistöð – Eyðir lyfjaleifum
.
Janúar 2018
Ný aðferð hreinsar lyfjaleifar úr skólpi
Tæknideild Linköpingbæjar í Svíþjóð hefur tekið í notkun fyrstu skólphreinsistöðina sem eyðir lyfjaleifum að miklu leyti áður en skólpinu er hleypt út í viðtakann. Þetta er gert með því að bæta ósoni í vatnið í stöðinni. Aðferðin er orkufrek og því nauðsynlegt að gæta hófs í beitingu hennar, auk þess sem tryggja þarf að allt ósonið sé nýtt í ferlinu. Fyrstu prófanir benda til að hægt sé að hreinsa allt að 90% lyfjaleifanna úr fráveituvatninu með þessari aðferð, en engu að síður leggja sérfræðingar áherslu á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða til að sem minnst af lyfjaleifum berist í fráveituna.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet 19. janúar).