Raforka 2040 – Sólar og vindorka 50%

Heimlild:  

Júní 2017

Næstum helmingur raforkuframleiðslu heimsins mun koma frá sólar- og vindorku árið 2040 skv. árlegri skýrslu Bloomberg um horfur á orkumarkaði. Í dag er hlutfallið um 12%.

Til þess að þetta geti gengið eftir þarf að þrefalda fjárfestingu í þróun á vinnslu rafmagns úr endurnýjanlegum orkugjöfum miðað við úr jarðefnaeldsneyti, svo sem úr jarðhita, vatnsafli, sól og vindi. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að um 72% af allri fjárfestingu í nýjum orkukerfum um allan heim til ársins 2040 fari í sólar- og vindorkulausnir.

Bloomberg gerir einnig ráð fyrir að árið 2040 fáist rúmlega tvöfalt meiri orka en í dag fyrir hvern dollara sem fjárfest er í sólar- og vindorku og að þessir orkugjafar hafi rutt kolum úr vegi árið 2030. Þá er því spáð að aðeins einn þriðji af þeim kolaorkuverum, sem stefnt er að að byggja í dag, verði að veruleika. Með skýru og góðu regluverki, sérstaklega í evrópsku samhengi, gæti þetta gerst enn fyrr.

Vindorka verður sífellt ódýrari, þökk sé mikilli þróun í tækni og rekstrarumhverfi þeirra og búist er því að framleiðslukostnaður rafmagns úr vindorku verði um 47% lægri árið 2040 en nú. Aflandsvindorka (offshore wind) mun lækka enn meir, eða um að minnsta kosti 70%. Þessi mikli verðmunur skýrist af einnig af tækninýjungum, aukinni samkeppni og meiri framleiðslu miðað við daginn í dag.

Skýrslan staðfestir það sem hefur verið á sjóndeildarhringnum lengi; að endurnýjanleg orka sé ekki lengur óálitlegur kostur, heldur hreinlega nauðsynlegur og arðbær fyrir fjárfesta.

Hægt er að nálgast skýrslu Bloomberg á heimasíðu þeirra.

Fleira áhugavert: