3. orkupakk­inn – Samþykkt­ur

Heimild:  

.

September 2019

Þriðji orkupakk­inn samþykkt­ur

Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins var samþykkt­ur af mikl­um meiri­hluta þing­manna á Alþingi í at­kvæðagreiðslu eða 46 at­kvæðum gegn 13.

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna, Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins, greiddu at­kvæði með orkupakk­an­um auk þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata að und­an­skild­um þeim Ásmundi Friðriks­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Jóni Þór Ólafs­syni, þing­manni Pírata.

Tek­ist var áfram á um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins á Alþingi í dag í aðdrag­anda þess að greidd voru at­kvæði um þings­álykt­un Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um samþykkt hans. Sem fyrr voru mjög skipt­ar skoðanir um málið.

Guðlaug­ur Þór sagði að málið hefði fengið mik­inn og góðan und­ir­bún­ing og væri full­rætt. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tók und­ir það. Málið væri fyr­ir löngu full­reifað og skýr­ir fyr­ir­var­ar hafðu verið sett­ir vegna mögu­legs sæ­strengs kæmi til hans. Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði málið snú­ast um þátt­töku í EES-samn­ingn­um.

Þriðji orkupakk­inn ekki áhætt­unn­ar virði

Ásmund­ur Friðriks­son lýsti því yfir við at­kvæðagreiðsluna að hann myndi ekki ekki greiða at­kvæði með þriðja orkupakk­an­um. Málið sner­ist um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt þjóðar­inn­ar. Það væri ekki áhætt­unn­ar virði. Hann var eini stjórn­arþingmaður­inn sem greiddi at­kvæði gegn pakk­an­um en fyrr á þessu ári var greint frá því að hann hefði það í hyggju.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sagði ekk­ert hættu­legt í þriðja orkupakk­an­um en hvatti fólk til þess að kynna sér málið sjálft í stað þess að trúa stjórn­mála­mönn­um. Sagði hann málið sýna nauðsyn þess að samþykkja nýja stjórn­ar­skrá.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, sagði ljóst af skoðana­könn­un­um að fólk hefði kynnt sér málið og tekið af­stöðu til þess. Það væri ein­kenni­legt að stjórn­mála­menn kæmu síðan og segðu al­menn­ingi að hann hefði ekki kynnt sér það.

Sakaði and­stæðinga um „póli­tíska rán­yrkju“

Jón Þór tók und­ir með Helga Hrafni varðandi stjórn­ar­skrána. Hann myndi greiða at­kvæði gegn orkupakk­an­um vegna þess að hann teldi að fyrst þyrfti að breyta henni, en hann hafði fyrr á ár­inu greint frá því að hann ætlaði að greiða at­kvæði gegn pakk­an­um.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, gagn­rýndi and­stæðinga þriðja orkupakk­ans og sagði ljóst að fleiri mál yrðu „her­tek­in“ með sama hætti. Þá sakaði hún and­stæðinga orkupakk­ans um „póli­tíska rán­yrkju“ þegar málið væri ann­ars veg­ar.

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, sagði að ef það væri þjóðremb­ing­ur að standa vörð um hags­muni Íslands þá væri hann þjóðremb­ing­ur.

Fleira áhugavert: