Aflsáttakjör hitaveitu – 0-30%, háð notkun
.
Nóvember 2019
Markmið verðbreytinga að auka jafnræði
Veitur hafa birt tilkynningu í tilefni af umfjöllunar Bændablaðsins um Hafberg Þórisson grænmetisbóndi í Lambhaga sem greindi frá því að hann íhugaði að hætta ræktun við Lambhagabraut vegna aukins kostnaðar við heitavatn.
Veitur ítreka í tilkynningu sinni að þau hafi í upphafi árs greint frá breytingum á afsláttarkjörum á heitu vatni sem muni taka gildi í byrjun næsta árs. Frá og með 1. janúar 2020. Markmið breytinganna sé að auka jafnræði um afsláttarkjör Veitna gagnvart viðskiptavinum með svipaða notkun á heitu vatni, hvaða atvinnurekstur sem þeir stunda.
Stjórnendum fyrirtækja var um sama leyti tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar og áhrif þeirra og fundað var með nokkrum þeirra. Á fundum var meðal annars boðið upp á frekara samtal um leiðir sem bætt gætu nýtingu heita vatnsins og þar með dregið úr áhrifum breytinganna.
Ný afsláttarkjör leiða ekki til breytinga á heildartekjum Veitna. Á móti hækkunum fá aðrir magnafslátt sem ekki njóta hans nú. Afslátturinn verður með þessum hætti:
- Árleg notkun 0–50.000 m3 Enginn afsláttur
- Árleg notkun 50.001–160.000 m3 10% afsláttur
- Árleg notkun 160.001–259.999 m3 20% afsláttur
- Árleg notkun 260.000 m3 og yfir 30% afsláttur
Almennt verð á heitu vatni til húshitunar í hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu er nú 131,32 krónur fyrir hvern rúmmetra, án orkuskatts og virðisaukaskatts.