Hvað kostar að hlaða rafbíl?
.
September 2018
Hlaða bílinn í heimahúsi
Talsvert er rætt um rafmagnskostnað rafbíla um þessar mundir. Til þess að varpa ljósi á þetta höfum við tekið saman eftirfarandi töflu. Til einföldunar þá höfum við til viðmiðunar að rafbíll komist 5 km á kWst en flestir rafbílar komast lengra en það. Verðið á rafmagninu hjá okkur er 7,30 kr og svo bætist við gjald til dreifiveitunnar. Verð dreifiveitu er mismunandi eftir því hvar á landinu viðkomandi er en hér er miðað við verð Veitna á höfuðborgarsvæðinu sem er 7,28 kr. Kostnaðurinn er samtals 14,58 kr á kWst og þá kostar að keyra rafmagnsbíl:
1 km 14,58 / 5 = 2,92 kr
100 km 100 * 2,92 = 292 kr
400 km 400 * 2,92 = 1.166 kr – Til Akureyrar
10.000 km 10.000 * 2,92 = 29.200 kr – Dæmigerð ársnotkun
Þetta eru vissulega frekar grófir útreikningar en ætti að gefa tilfinningu fyrir kostnaði við að hlaða rafmagnsbíl í heimahúsi.
.
Hlaða bílinn í hraðhleðslustöð
Í mars árið 2014 hóf ON uppbyggingu innviða fyrir rafbíla með fyrstu hraðhleðslunni við Sævarhöfða í Reykjavík. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og eru Hlöður ON nú yfir 60 talsins, hringinn í kringum landið. Þessi uppbygging er liður í því að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum á Íslandi og styðja þar með við minnkun kolefnissporsins í heiminum.
Verðskrá
Verð á hraðhleðslu (DC 50 kW) er 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund.
Verð á hleðslu (AC 22 kW) er 2 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund.