GEOT­HERMICA – Sam­starfs­verk­efni, 7 Milljarðar

Heimild:

.

Janúar 2018

Orku­stofn­un leiðir nýtt sam­starfs­verk­efni Evr­ópu­landa um þró­un­ar­verk­efni á sviði jarðvarma, sem ber heitið GEOT­HERMICA og er þegar hafið. Alls gætu um­sókn­ir sem nú eru til um­fjöll­un­ar í tengsl­um við verk­efnið leitt til verk­efna með heild­ar­fjár­hæð allt að um 7 millj­örðum króna.

Rannís stjórn­ar um­sókn­ar­ferli verk­efn­is­ins og GEORG, klasa­sam­starf í jarðhit­a­rann­sókn­um, ann­ast dag­lega stjórn­un þess.

Guðni A. Jó­hann­es­son orku­mála­stjóri er full­trúi Íslands í SET­PL­AN, stýr­i­n­efnd Evr­ópu­sam­starfs­ins um orku­tækni til framtíðar. Á fundi nefnd­ar­inn­ar í Brus­sel á miðviku­dag gerði Guðni grein fyr­ir áætl­un um inn­leiðingu jarðhita m.a. til hit­un­ar og raf­orku­vinnslu í Evr­ópu, en Ísland á aðild á SET­PL­AN sam­starf­inu á grunni EES-sam­starfs­ins.

Alls um 120 millj­arðar til jarðhita­verk­efna

Áætl­un­in sem SET­PL­AN nefnd­in samþykkti eft­ir kynn­ingu og umræður á fundi sín­um, ger­ir ráð fyr­ir fjár­mögn­un rann­sókn­ar og þró­un­ar­verk­efna á sviði jarðvarma, sem alls nem­ur um 940 millj­ón­um evra eða um 120 millj­örðum ís­lenskra króna, sem koma frá aðild­ar­lönd­um, úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins og frá iðnaðinum.

Guðni gegndi ásamt fleir­um for­mennsku í vinnu­hópi sem vann á sl. ári að þess­ari áætl­un. Þar voru tek­in til um­fjöll­un­ar mis­mun­andi tækni­svið og skil­greind­ar áhersl­ur og verk­efni sem vinna þarf að til þess að upp­fylla þau mark­mið sem stýr­i­n­efnd­in hafði áður sett í upp­hafi starfs­ins, m.a. um að auka nýt­ingu jarðhita, bæta sam­keppn­is­hæfni hans og draga úr kostnaði við ein­staka þætti jarðhita­vinnslu.

Fleira áhugavert: