Koltvísýringur andrúmsloftinu – Aukning, af hverju?
eftir
Vatnsidnadur
·
nóvember 28, 2019
Heimild:
.
Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?
Koltvísýringur eykst vegna þess að mannkynið brennir nú stöðugt meira af olíu, jarðgasi og kolum sem mynduðust úr gróðri sem óx á jörðinni fyrir milljónum ára. Gróðurinn tók þá upp koltvísýring úr andrúmsloftinu en við brunann fer hann aftur út í loftið.
Menn hafa lengi brennt viði og kolum án þess að styrkur koltvísýrings ykist verulega í andrúmslofti. Hafið og gróður jarðar gátu þá tekið til sín koltvísýringinn sem til féll svo að styrkur hans í lofti hélst óbreyttur. Þá var jafnvægi í hringrás koltvísýrings um hnöttinn, jafnmikið fór inn og út úr andrúmsloftinu. En nú nær sjór og gróður aðeins að taka upp helming þess koltvísýrings sem berst inn í andrúmsloftið. Hinn helmingurinn safnast fyrir í lofthjúpi jarðar og eykur gróðurhúsaáhrif.
Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.
Tags: Aukning koltvísýrings
Fleira áhugavert: